fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Dularfullt útkall sérsveitarinnar og sjúkrabíls að Sólvallagötu í nótt – Húsið er undir eftirliti lögreglu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 15. janúar 2022 11:00

Sérsveitarmenn á æfingu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mynd/Gunnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmta tímanum í nótt barst DV tölvupóstur frá íbúa við Sólvallagötu í Reykjavík þess efnis að sérsveitin hafi ruðst inn í hús í götunni með alvæpni. Fimm lögreglubílar og einn sjúkrabíll hafi verið á vettvangi.

DV náði sambandi við íbúa í því húsi sem um ræðir og vildi svo til að um var að ræða mann sem hleypti lögregluliðinu inn í húsið í nótt. Var það um þrjúleytið en maðurinn var vakandi ásamt eiginkonu og gestkomandi vini er þau urðu vör við viðbúnað lögreglu og sjúkraliðs fyrir utan húsið.

Maðurinn segir að útkallið hafi stafað af misskilningi um að manni væri haldið í gíslingu í húsinu. Hafi úkallið sprottið af því að einhver varð vitni að samskiptum tveggja manna í bíl í götunni og misskildi það sem mönnunum fór á milli.

„Þetta var allt byggt á einhverjum misskilningi. Þeir leituðu af sér allan grun í húsinu,“ segir maðurinn en sérsveitarmenn bönkuðu upp á í nokkrum íbúðum í húsinu. „Það átti að hafa verið maður í gíslingu hér einhvers staðar og þeir höfðu ekki meiri áhuga á að leita að honum en það að þeir leituðu í nokkrum íbúðum og fundu ekkert.“

Íbúinn segir að sjúkrabílnum hafi fljótt verið ekið í burtu en sérsveitarmennirnir voru vopnaðir eins og tíðkast meðal þeirra. „Sérsveitin var vígbúin. Þeir voru sjö eða átta með sína gúmmíbyssur og gasbrúsa.“

Sérsveitarmennirnir tjáðu íbúanum að sést hafi til manns sem dreginn hafi verið út úr bíl og inn í húsið. En það hafi verið byggt á misskilningi og engin átök áttu sér stað í bílnum heldur var um að ræða tvo menn sem hafi ræðst við í friðsemd í bíl.

Hafa verið vandamál í húsinu

Maðurinn segir að undanfarna tvo mánuði hafi þurft að kalla til lögreglu að húsinu vegna ónæðis. Þau mál hafi verið leyst, leigusamningum við einhverja íbúa hafi verið rift og þeir bornir út úr húsinu. Atburðir næturinnar munu vera ótengdir þeim átökum.

Þrátt fyrir það hefur lögreglan verið kölluð að húsinu tvisvar undanfarna daga þrátt fyrir að ekkert væri að gerast í húsinu, að sögn mannsins. Í þeim tilvikum hafi verið um að ræða almenna lögreglu en ekki sérsveit.

Erfiðleikar hjá íbúum

DV hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins og fékk þau svör að tilkynningin sem leiddi til útkalls sérsveitarinnar hafi ekki átt fyllilega við rök að styðjast. Að baki henni væru erfiðleikar hjá íbúum í húsinu.

Kom einnig fram að lögreglan hefur eftirlit með þessu tiltekna húsi.

En tilkynning til lögreglu í nótt hefði ekki átt fyllilega við rök að styðjast og meira væri í raun ekki hægt að segja um málið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðna líst ekkert á blikuna: „Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG?“

Guðna líst ekkert á blikuna: „Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG?“
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
Fréttir
Í gær

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf