fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Þrír handteknir í nótt – Maður ók á ljósastaur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 15. janúar 2022 07:27

Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því kl. 17 í gær til 5 í morgun sinnti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu 90 málum. Voru mörg þeirra tengd ölvun og hávaða í heimahúsum. Þrír voru vistaðir í fangageymslu lögreglu.

Frá þessu segir í dagbók lögreglu. Þar greinir frá því að laust fyrir kl. 2 í nótt var tilkynnt um innbrot í bíl í miðborginni. Var búið að brjóta rúðu og stela verðmætum.

Um hálffjögur-leytið var maður handtekinn í hverfi 108 og vistaður vegna ástands síns í fangageymslu lögreglu.

Laust fyrir kl. 21 í gærkvöld voru afskipti höfð af manni í Hafnarfirði. Var hann grunaður um vörslu og neyslu fíkniefna. Efnin voru haldlögð og skýrsla skrifuð.

Um hálftíu leytið í gærkvöld var tilkynnt um þjófnað í verslun í Breiðholti. Var maður stöðvaður er hann var að yfirgefa verslunina með vörur sem hann hafði ekki greitt fyrir. Vettvangsskýrsla var skrifuð.

Rétt fyrir níu í gærkvöld var tilkynnt um umferðaróhapp í Grundarhverfi. Var bíl ekið á ljósastaur. Ekki urðu slys á fólki. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Bíllinn var fluttur af vettvangi með Króki.

Á þriðja tímanum í nótt var maður handtekinn í Grafarvogi þar sem hann var með ónæði. Var hann vistaður sökum ástands síns í fangageymslu lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðna líst ekkert á blikuna: „Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG?“

Guðna líst ekkert á blikuna: „Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG?“
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
Fréttir
Í gær

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf