fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Vilja hefja áburðarframleiðslu á nýjan leik hér á landi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. janúar 2022 09:00

Bændur þurfa áburð á túnin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar verðhækkanir hafa orðið á áburði að undanförnu vegna hækkunar á orkuverði erlendis og hrávöru og skorti á aðföngum. Hefur verðið til bænda að minnsta kosti tvöfaldast á milli ára. Bændasamtökin telja að þetta auki líkurnar á að áburðarframleiðsla hefjist á nýjan leik hér á landi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Hefur blaðið eftir Trausta Þórissyni og Ásdísi Erlu Gísladóttur, kúabændum á Hofsá í Svarfaðardal, að þau muni kaupa minna af áburði í ár en í fyrra til að reyna að bregðast við verðhækkununum en þau eru með 60 kýr. Þrátt fyrir minni kaup þá greiða þau 2,5 milljónum meira fyrir áburð í ár en í fyrra en þau myndu kaupa sama magn og í fyrra væri upphæðin 3,3 milljónir fyrir utan virðisaukaskatt.

Trausti sagðist telja einboðið að þetta ástand kalli á að áburðarverksmiðja verði reist hér á landi því ef meðalbú þurfi að greiða tveimur til þremur milljónum hærra verð á ári fyrir áburð sé ljóst að mjög fáir ráði við það.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, sagði að 700 milljónir hafi verið settar í stuðning til bænda vegna áburðarkaupa í fjárlögum ársins. Hann sagðist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að hefja þurfi framleiðslu á áburði aftur hér á landi. Það sé hægt að nota græna orku í framleiðsluna og jafnvel megi horfa til útflutnings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vilja flagga alla daga
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kennaraverkföllin dæmd ólögleg í 13 leikskólum og 7 grunnskólum – Lögleg í Snæfellsbæ

Kennaraverkföllin dæmd ólögleg í 13 leikskólum og 7 grunnskólum – Lögleg í Snæfellsbæ
Fréttir
Í gær

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Píratar bjóða upp í dans og segja Einar og Sjálfstæðisflokkinn ekki ráða ferðinni

Píratar bjóða upp í dans og segja Einar og Sjálfstæðisflokkinn ekki ráða ferðinni
Fréttir
Í gær

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugur í Kolbrúnu vegna hugsanlegs samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn

Óhugur í Kolbrúnu vegna hugsanlegs samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar hefur boðið Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til samstarfs

Einar hefur boðið Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til samstarfs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“