Morgunblaðið hefur eftir Jóni Viðari Matthíassyni, framkvæmdastjóra almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins og slökkviliðsstjóra, að staðan sé mjög tvísýn í mörgum öðrum skólum. Einnig þurfi að fylgjast vel með velferðarþjónustu sveitarfélaganna vegna útbreiðslu smita. Þetta eigi til dæmis við um sambýli og heimahjúkrun. Staðan sé metin daglega og stundum oft á dag.
Haft er eftir honum að það muni ekki koma honum á óvart ef grípa þurfi til fleiri lokana, málin hafi þróast þannig síðustu daga.