fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

„Verið hrædd og búið ykkur undir það versta“ – Öflug netárás á Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. janúar 2022 07:14

Fánar Rússlands og Úkraínu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Verið hrædd og búið ykkur undir það versta,“ stóð í tilkynningu á heimasíðu úkraínska utanríkisráðuneytisins í nótt. Nú liggur heimasíðan niðri sem og heimasíður fleiri opinberra stofnana í landinu. Ástæðan er öflug netárás sem stendur yfir á landið.

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram í tilkynningu frá úkraínska utanríkisráðuneytinu.

Á heimasíðu ráðuneytisins voru um stund skilaboð á úkraínsku, rússnesku og pólsku þar sem stóð: „Úkraínumenn! Það er búið að eyða öllum persónulegum gögnum ykkar og það er ekki hægt að endurheimta þau. Allar upplýsingar um ykkur hafa verið gerðar opinberar. Verið hrædd og búið ykkur undir það versta.“

Nú birtast bara skilaboð um að síðan sé ekki aðgengileg.

Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði að enn væri of snemmt að slá nokkru föstu um hver standi að baki árásinni en mörg dæmi séu um netárásir Rússa á Úkraínu á síðustu árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvern vilt þú sjá sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins?

Hvern vilt þú sjá sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Grínisti aðstoðar dómsmálaráðherra

Grínisti aðstoðar dómsmálaráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ármann segir að frestun landsfundar fram á haust væri vanvirðing gagnvart flokksmönnum

Ármann segir að frestun landsfundar fram á haust væri vanvirðing gagnvart flokksmönnum