fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Kolbrún segir að við höfum ekkert við hávaðafólk að gera sem afneitar vísindum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. janúar 2022 07:00

Kolbrún Bergþórsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við megum ekki ganga út frá því að yfirvöld landsins séu óskeikul og það er mikilvægt að spyrja krefjandi spurning um sóttvarnaaðgerðir sem hafa takmarkað mannréttindi fólks og stefnt atvinnu- og fjárhagsöryggi of margra í hættu. Ekki má heldur gleyma kvíða og þunglyndi sem grípur um sig meðal þeirra sem ekki eru mjög harðir af sér. Ástandið er óeðlilegt og við eigum ekki að vera sljó og dofin gagnvart þeirri staðreynd, við verðum að halda vöku okkar.

Þetta segir í upphafi leiðara Fréttablaðsins í dag sem er skrifaður af Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Hún segir að það sé sjálfsagt að gagnrýna aðgerðir yfirvalda og umræður um gagnsemi sóttvarnaaðgerða verði að fara fram. Það sé ljóst að aðgerðir stjórnvalda hafi ýtt undir ójöfnuð í samfélaginu og sjái sumir fram á atvinnumissi, gjaldþrot fyrirtækja og mikla tekjuskerðingu á sama tíma og sóttvarnaðgerðirnar hafi lítil sem engin áhrif á fjárhagslega afkomu annarra.

„Gagnrýni á harðar sóttvarnaaðgerðir kemur nær eingöngu frá hægri mönnum. Það er fjarska einkennilegt að vinstri menn sjái flestir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af hörðum takmörkunum sem augljóslega auka misskiptingu í samfélaginu. Er þeim virkilega alveg sama um það eða eru þeir algjörlega gjaldþrota þegar kemur að hugmyndum um hvaða aðrar leiðir væri hægt að fara?“ spyr Kolbrún og hrósar síðan þeim úr læknastétt sem hafa stigið fram og bent á nýjar lausnir. „Þeim finnst við ekki geta hjakkað í sama farinu heldur vilja reyna að feta aðra braut nú þegar flestir landsmenn eru bólusettir. Við þurfum einmitt á slíkri hugsun að halda,“ segir hún.

Hún segir síðan að gagnrýni sé nauðsynleg en að það þurfi líka að vera vit í henni. „Það er til dæmis sjálfsagt að spyrja hvort nauðsynlegt sé að bólusetja börn við Covid og hvort það sé með öllu hættulaust. En þegar því er haldið fram fullum fetum að verið sé að gera börn að tilraunadýrum með því að sprauta í þau eitri og stefna heilsu þeirra í stórhættu þá er ástæða til að svara á hvassan hátt. Andstæðingar bólusetninga hafa haft hátt undanfarnar vikur. Þeir æpa gegn vísindum, telja lyfjafyrirtæki stunda tilraunastarfsemi sem sé almenningi, og sérstaklega börnum, lífshættuleg og gera sóttvarnalækni landsins upp allar mögulegar illar hvatir. Rökleysan í málflutningnum er slík að mann setur hljóðan. Á erfiðum tímum þurfum við á gagnrýnni hugsun að halda. En við höfum alls ekkert að gera við hávaðafólk sem afneitar vísindum,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt