fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Matur

Ljúffengt og létt mexíkóst kjúklingasalat með kínversku ívafi

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 14. janúar 2022 09:39

Hér er á ferðinni ljúffengt og létt kjúklingasalat þar sem dressingin settur punktinn yfir i-ð./Ljósmyndir María Gomez.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salöt eru vinsæl í upphafi nýs árs og gaman er að prófa sig áfram með alls konar dressingum og gera þau ljúffengari fyrir vikið. María Gomez fagurkeri og matarbloggari sem heldur úti síðunni Paz.is er þekkt fyrir sínar gómsætu uppskriftir og frumlegar samsetningar á heiðurinn af þessu salati með mexíkósku tvisti, toppað með kínverskri sósu.

„Það sem er kannski smá sérstakt við þetta salat er að í því eru hráefni sem maður tengir við Mexíkó, allt nema eitt, sem maður myndi frekar tengja við kínverskan mat eða sweet chili sósa frá Blue Dragon. Ef þið vissuð það ekki þá er alveg merkilega gott að nota hana með nachos og salsa sósu og sýrðum rjóma eða í alls kyns mexíkó mat, en það er akkúrat það sem ég og Gabríela dóttir mín gerum ansi oft,“segir María.

Nú er bara að prófa og njóta.

 

Mexíkóskt kjúklingasalat með kínversku ívafi

½ iceberg haus

1 dl gular baunir

2 kjúklingabringur

1 dl fetaostur í olíu

1 dl salsa sósa

1 dl sýrður rjómi

1-2 dl Blue Dragon sweet chili sósa

1 avókadó

nachos eftir smekk

salt, pipar og kjúklingakrydd

  1. Það er hægt að gera salatið á einn stóran disk eða á sitthvorn diskinn
  2. Byrjið á að steikja bringurnar þunnt skornar í  bitum upp úr ólífuolíu og saltið piprið og kryddið með ykkar uppáhalds kjúklingakryddi
  3. Rífið svo þvegið iceberg á disk eða sitthvorn diskinn og setjið nýsteiktar bringurnar ofan á kálið
  4. Setjið svo gular baunir, avókadó og fetaost yfir og inn á milli kjúklingsins
  5. Dreifið svo salsasósu yfir allt og setjið sýrðan rjóma inn á milli í doppum
  6. Hellið svo Sweet chili sósunni yfir að lokum og myljið nacho snakki yfir allt heila klabbið

 

María mælir með að salatið sé gert um leið og á að borða það. Best er að gera salat á einn stóran disk eða á hvern disk fyrir sig en María lagskiptir því. Svo er ómissandi að hafa auka sýrðan rjóma, salsa sósu og sweet chili sósu á borðinu ef ykkur langar að bæta á salatið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum