fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Vinkonurnar opna sig um erfiða lífsreynslu – Gurrý um Gillz: „Læknirinn […] segir við okkur: „Þið megið bara búast við því að hann sé að fara““

Fókus
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 21:00

Parið Gurrý Jónsdóttir og Egill Einarsson. Lína Birgitta. Samsett mynd/Instagram @gurryjons @linabirgitta

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinkonurnar Lína Birgitta Sigurðardóttir, athafnakona og áhrifavaldur, Gurrý Jónsdóttir, snyrtifræðingur og áhrifavaldur, og Sólrún Diego, áhrifavaldur og skipulags- og þrifsérfræðingur, halda úti hlaðvarpinu Spjallið. Í nýjasta þættinum ræða þær um erfiða lífsreynslu sína.

Gurrý segir frá því þegar kærasti hennar, einkaþjálfarinn Egill Egilsson, fékk bráðaheilahimnubólgu. Sólrún segir frá því þegar það stóð í báðum börnum hennar og Lína Birgitta segir frá því þegar hún fékk erfiða sjúkdómsgreiningu og átakanlega tímabilinu sem fylgdi.

Var sagt að búa sig undir að missa hann

Gurrý segir að hún eigi ýmsa erfiða reynslu að baki en vill deila einni sögu með hlustendum. Þegar Egill, eða Gillz eins og margir þekkja hann, fékk bráðaheilahimnubólgu. Hún segir vinkonum sínum að þær séu bólusettar fyrir bráðaheilahimnubólgu, en ekki Egill þar sem hann er eldri en þær og ekki var byrjað að bólusetja þegar hann var barn.

„Þetta er heilahimnubólga sem þú getur dáið úr strax. Mjög krípí,“ segir hún.

Þetta gerðist árið 2012. Kvöldið áður höfðu þau Gurrý og Egill verið að skemmta sér ásamt vinum sínum og daginn eftir vaknaði Egill með hausverk. Þetta var hins vegar ekki þynnkan að segja til sín eins og hún hélt í fyrstu. Móðir Gurrýjar er hjúkrunarfræðingur og kom til þeirra í heimsókn til að kíkja á Egil eftir að Gurrý sagði henni frá líðan hans.

„Þá er bara ekki allt með felldu þegar mamma kemur. Þetta gerist mjög hratt […] mamma hringir strax á læknavaktina og lýsti því sem var í gangi. Þá var hann meðvitundarlaus […] Læknirinn segir henni að hringja strax á sjúkrabíl. Þarna áttuðum við okkur á því að hann væri meira en bara þunnur,“ segir hún.

„Þú heldur aldrei að svona sé að fara að gerast fyrir þig. Þú ert einhvern veginn í blóma lífsins og pælir ekki í því að eitthvað alvarlegt gæti gerst.“

Gurrý segir að allt hefði gerist hratt eftir þetta og Egill var fluttur með sjúkrabíl á spítalann.

Hefðu ekki mátt koma seinna á spítalann

„Ég sé án gríns 20 starfsmenn yfir manninum og maður fær ekki að vita neitt og svo kemur einhver læknir þarna sem segir: „Eins gott þið komuð með hann núna.“ […] Síðan verður þetta það alvarlegt að hann er settur inn á gjörgæslu,“ segir hún.

„Þetta var svo óþægilegt því læknirinn kallar okkur fjölskyldu hans, mamma hans og pabbi voru komin, inn í eitthvað aðstandendaherbergi og segir bara við okkur: „Þið megið bara búast við því að hann sé að fara.“ Bara ha? Við vorum út að borða í gær, hann sagðist vera með hausverk og dettur út og er svo kominn inn á gjörgæslu. Ég gjörsamlega trylltist.“

Egill var í nokkra daga á gjörgæslu. „Svo var hann færður á eðlilega deild og hann var í þrjár vikur á spítala. Ég ætla ekki að segja að hann þurfti að læra að labba aftur en það var rosa erfitt fyrir hann að byrja að labba aftur. Hann var bara móður.“

Gurrý viðurkennir að þessi reynsla hefði gefið henni nýja sýn á lífið og ræða þær vinkonurnar um hvað þeirra erfiða lífsreynsla hefur kennt þeim hvað lífið er dýrmætt.

„Þetta var ógeðslega erfitt tímabil“

Lína Birgitta opnar sig um þegar hún fékk erfiða sjúkdómsgreiningu í desember 2011. Fyrir það hafði hún verið mjög veik og farið á milli lækna sem aldrei fundu neitt. „Ég var orðin það veik, búin að æla úr mér lífið og að drepast úr verkjum, ekkert virkaði á mig […] Mömmu leist ekkert á þetta og hringdi á sjúkrabíl,“ segir hún og bætir við að hún hefði átt erfitt með að þiggja aðstoðina, þrátt fyrir að vera fárveik, því hún vildi ekki taka plássið af öðrum.

Lína var sett í alls konar rannsóknir. „Það er erfitt að greina þennan sjúkdóm, það tekur langan tíma. Og svo fæ ég greininguna hálfum degi seinna.“

Lína var greind með Chrons-sjúkdóm sem er langvinnur bólgusjúkdómur í meltingarfærum. Eftir að hún var greind átti Lína erfitt með að sætta sig við sjúkdóminn og því sem koma skyldi, þar sem hann er mjög erfiður að kljást við.

„Þetta var ógeðslega erfitt tímabil,“ segir hún um mánuðina eftir greininguna. „Ég hætti bara að lifa. Út frá því byrjaði þvílíkt þunglyndi, mikill kvíði og algjört svefnleysi yfir nóttina. Af því ég var bara kvíðasjúklingur. Læknirinn minn sendi mig á geðdeild […] og þar fékk ég greiningu og lyf.“

Lína segir að hún hefði þurft að læra að lifa upp á nýtt. Hún var oft lögð inn á spítala eftir þetta vegna verkjakasta. „Það gerðist svona einu sinni í mánuði og hafði rosalega mikil áhrif. Ég þurfti að læra allt upp á nýtt,“ segir hún.

Athafnakonan er á betri stað í dag og hefur lært að lifa með sjúkdómnum.

„Þetta er rosa misjafnt, þú getur verið með [sjúkdóminn] á nokkrum stöðum og ég fékk hann á nokkrum stöðum. Og hann var rosa svæsinn. En ég er, miðað við hvernig ég var, þá er ég á miklu betri stað. Ég næ meira að meðhöndla sjúkdóminn minn en fæ ennþá þessi köst og rosa mikill verkjasjúklingur,“ segir hún.

Þú getur hlustað á vinkonurnar ræða þetta frekar í þættinum hér að neðan. Sólrún segir einnig frá sinni erfiðu lífsreynslu. „Það er tvennt sem situr í mér sem er svona áfall, sem ég þurfti að leita mér aðstoðar með. Ég hef lent í því með bæði börnin mín að það stóð í þeim,“ segir Sólrún. Hún ræðir það nánar á mínútu 15:30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun