fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Fyrrum sýrlenskur ofursti dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi

Pressan
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 12:06

Answar Raslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anwar Raslan, 58 ára, var fundinn sekur um að bera ábyrgð á 27 morðum í Al-Khatib fangabúðunum í Damascus, höfuðborg Sýrlands, árin 2011 og 2012. Saksóknarar sökuðu hann um að hafa fyrirskipað nauðganir og kynferðislegt ofbeldi á hendur föngum í búðunum auk þess sem einstaklingar voru pyntaðir með raflosti, slegnir með vírum og margskonar tólum auk sem fangar voru kerfisbundið sviptir svefni. Þá greindu vitni einnig frá því að fangar hafi verið brenndir með sígarettum og beitir margskonar öðru ofbeldi í búðunum.
Fyrir rétti var Raslan sakaður um að bera ábyrgð á 58 morðum auk þess að hafa fyrirskipað pyntingar á 4.000 einstaklingum en ekki var hægt að sanna allar þær ásakanir.
Meira en 80 vitni, þar á meðal 12 einstaklingar sem flúðu ógnarstjórnina í Sýrlandi og eru nú búsettir víða um Evrópu, voru kölluð til við réttarhöldin og sögðu sögu sína í vitnastúkunni.
Raslan kaus að tjá sig ekki á meðan réttarhöldunum stóð en í yfirlýsingu frá lögfræðingi hans kom fram að hann vísaði því alfarið á bug að hafa beitt nokkurn mann ofbeldi eða pyntingum né hafi hann hagað sér ómannúðlega. Þá kom fram að Raslan hafi sjálfur flúið Sýrland árið 2015 og leitað verndar hjá lögreglunni í Berlín árið 2015. Hann hafi aldrei dregið dul á fortíð sína sem yfirmaður fangabúðanna í Damascus.
Fyrir utan réttarsalinn mættu sýrlenskir flóttamenn sem héldu meðal annars á borðum og skiltum þar sem vakin var athygli á því að ekki er vitað um afdrif fjölmargra Sýrlendinga sem voru andvígir ríkjandi stjórn landsins undir forystu Bashar al-Assad forseta.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn