Hannes Þór Halldórsson fyrrum markvörður íslenska landsliðsins hefur hafnað því að ganga í raðir Leiknis. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.
Leiknir hafði undanfarið reynt að sannfæra Hannes um að ganga í raðir uppeldisfélagsins. Hannes og Valur sömdu um starfslok á dögunum.
Hannes hefur ekki gefið það út hvort hann haldi áfram í fótbolta eða hætti alfarið. Hins vegar er ljóst að hann mun ekki ganga í raðir Leiknis.
Ekki náðist í Hannes Þór við vinnslu fréttarinnar.
Leiknir hafði vonast til að fá Hannes heim í Breiðholt þar sem hann hóf feril sinn ungur að árum. Hannes lét forráðamenn Leiknis vita í vikunni að hann myndi ekki takta tilboði félagsins.
Hannes er besti markvörður í sögu Íslands en hann hætti að leika með landsliðinu síðasta haus. Hannes er 37 ára gamall. Hann á að baki 205 leiki í efstu deild hér á landi, hann hefur orðið Íslandsmeistari í þrígang og bikarmeistari í tvígang.