fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Þetta er hið undarlega einkenni Ómíkronsmits sem kallar á tafarlausa læknisaðstoð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 05:59

Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af undarlegri einkennum Ómíkronsmits er þess eðlis að fólk þarf að vera mjög vakandi fyrir því og kalla strax eftir læknisaðstoð ef þess verður vart. Bandaríska smitsjúkdómastofnunin (CDC) segir að þetta einkenni sé alvarleg aðvörun sem þurfi að taka mark á.

CDC segir að ef smitaðir einstaklingar virðist vera ringlaðir þá eigi strax að leita læknisaðstoðar en þetta er eitt einkenna Ómíkronsmits.

CDC segir að einnig eigi strax að leita aðstoðar ef fólk á erfitt með andardrátt, sé með stöðugan verk eða þrýsting fyrir brjósti, geti ekki haldið sér vakandi eða ef húð þess er föl eða bláleit sem og varir og neglur.

Eftir að Ómíkron kom fram á sjónarsviðið fór að bera á tilkynningum fólks um að það hefði skyndilega fundist það ringlað. Þetta virtist oftast eiga við um eldra fólk og jók líkurnar á að það þyrfti læknisaðstoð.

Þetta eru helstu einkenni Ómíkronsmits:

Höfuðverkur

Nefrennsli

Þreyta

Hnerri,

Hálsbólga

Langvarandi hósti

Rám rödd

Kuldahrollur

Hiti

Svimi

Heilaþoka

Breyting á lyktarskyni og jafnvel missir þess

Viðkvæm augu

Óvenjulegir vöðvaverkir

Lystarleysi

Brjóstverkir

Bólgnir kirtlar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann