fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Guðmundur Árni snýr aftur í stjórnmálin

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 04:45

Guðmundur Árni Stefánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra og fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði og fyrrum ráðherra Alþýðuflokksins, vill leiða lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningunum í maí.

Hann skýrði frá þessu á Facebooksíðu sinni. Þar segir hann að margir hafi sett sig í samband við hann og óskað eftir að hann leggi flokknum lið við að styrkja stöðu jafnaðarmanna í bænum sem hafi verið stjórnað af Sjálfstæðisflokknum síðustu átta ár. Hann staðfestir þar umfjöllun DV frá í gær um væntanlegt framboð hans.

Guðmundur Árni Stefánsson. Mynd:Facebook

Hann segist hafa ákveðið að verða við þessu kalli og sé þess fullviss að með góðri liðsheild, skýrri stefnu og markvissum vinnubrögðum geti Samfylkingin orðið stærsti flokkur bæjarins. „Fái ég stuðning flokksfélaga minna í prófkjörinu, þá stefni ég óhikað að því að Samfylking vinni góðan sigur í bæjarstjórnarkosningum í maí og tvöfaldi bæjarfulltrúatölu sína, þ.e. úr tveimur í fjóra. Og að afloknum kosningum geti Samfylkingin í góðu samstarfi við aðra flokka tekið við forystu um stjórn bæjarins,“ segir hann.

Hann segir að næg verkefni séu fram undan í Hafnarfirði eftir átta ára þreytulega valdatíð Sjálfstæðisflokksins og það kalli á ný vinnubrögð þar sem verkin þurfi að tala í samráði við ólíka hópa og einstaklinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“