fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Helga Áss líst ekki á blikuna og spyr hvort þetta sé það sem við viljum – „Skiptir þá sá sannleikur meira máli?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur, veltir því fyrir sér hvort að það sé virkilega það sem við viljum sem samfélag, að refsingum sé ekki lengur deilt út af dómstólum í kynferðisbrotamálum heldur almenningi í dómstóli götunnar á grundvelli einhliða frásagna á samfélagsmiðlum. 

Þessa hugvekju sína birti hann í pistli hjá Vísi í tilefni af máli fimmmenninganna, Arnars Grants, Ara Edwalds, Hreggviðs Jónssonar, Þórðar Más Jóhannessonar og Loga Bergmanns – sem voru sakaðir um kynferðisbrot gegn ungri konu, Vítalíu Lazareva í hlaðvarpsþætti í síðustu viku. Í kjölfar ásakananna stigu mennirnir fimm til hliðar í störfum sínum, fóru í ótímabundið leyfi eða var sagt upp störfum.

Helgi Áss hefur fjallað opinberlega um ásakanir um kynferðisbrot sem koma fram á samfélagsmiðlum og útilokun meintra gerenda, en Helgi er harður andstæðingur þess að menn séu látnir sæta refsingum án þess að kveðið hafi verið á um sekt þeirra með lögformlegum hætti fyrir dómstólum.

Sjá einnig: Helgi Áss er Ingó Veðurguð

Fimm vel stæðir miðaldra karlmenn

Helgi veltir nú fyrir sér máli fimmmenninganna en ljóst sé að ásakanirnar hafi haft gífurlega áhrif á líf þeirra.

„Fimm vel stæðir miðaldra karlmenn féllu af stalli fyrir skömmu í kjölfar frásagnar ungrar konu í hlaðvarpsþætti. Lýsingar á atvikum í heitum potti og á hótelherbergi í golfferð urðu til þess að fimmmenningarnir hafa misst spón úr aski sínum. Orðspor þeirra hefur dvínað, atvinnumissir orðið og ætla má að einkalíf þeirra hafi orðið fyrir hnjaski.“

Helgi segir að afleiðingarnar sem málið hafi haft á fimmmenningana hafi meðal annars verið metnar af Ingólfi V. Gíslasyni, prófessor í félagsfræði, sem hafi kallað það „eitt það mikilvægasta sem gerst hefur varðandi stöðu karla og kvenna síðustu áratugi á Íslandi“ sem og forseta ASÍ, Drífu Snædal, sem hafi lýst yfir aðdáun sinni á ungum konum sem nú séu að stíga fram og afhjúpa ofbeldi karlmanna gegn konum, rísa upp gegn valdinu, breyta leikreglunum og „neita að undirgangast þá gríðarlegu kúgum sem falist hefur í kynjakerfi samfélagsins.“

Bendir Helgi svo á að þegar einn fimmmenninganna, Logi Bergmann, hafi lýst yfir sakleysi sínu hafi það að sama bragði verið gagnrýnt.

„Þegar einn fimmmenninganna lýsti því yfir að ekkert væri fjær sér „en að þröngva annarri manneskju til kynferðislegra athafna“ brást einn aðstandenda Öfga við með því að telja slíka neitun „bakslag“, líkt og einn kynja- og fjölbreytileikafræðingur hafði gert í einum Kastljósþætti RÚV.“

Einhliða frásagnir í samfélagsmiðlum

Helgi bendir á að samkvæmt stjórnarskrá Íslands séu menn saklausir uns sekt þeirra telst sönnuð, það gildi því um fimmmenningana í þessu máli. Engu að síður líti margir á þá sem seka. Veltir Helgi fyrir sér hvert við séum komin sem samfélag þegar einhliða frásagnir á samfélagsmiðlum dugi til þess að svipta menn atvinnu og mannorði.

„Áðurnefndir fimmmenningar eru taldir saklausir uns sekt er sönnuð, sbr. reglu þess efnis í stjórnarskránni. Eigi að síður kann þorri almennings að meta þá seka. Gefum okkur að það sé sannleikanum samkvæmt. Skiptir þá sá sannleikur meira máli en að komist sé að slíkri niðurstöðu á grundvelli takmarkaðra sönnunargagna og að útdeiling „refsikenndra viðurlaga“ sé hvorki í höndum dómstóla né annarra stofnana refsivörslukerfisins? Með öðrum orðum, eiga einhliða frásagnir í samfélagsmiðlum, studdar eftir atvikum gögnum sem aflað hefur verið einhliða, að duga til að sá sem borinn er sökum sé sviptur mannorði og atvinnutækifærum?“

Sjá einnig: Helgi líkir „réttarhöldum“ á samfélagsmiðlum við nornabrennur – „Þessi afstaða mín er sjálfsagt skilgreind sem „gerendameðvirkni““

Helgi segir að í kynferðisbrotamálum séu engar töfralausnir til svo bæta megi stöðu þeirra í samfélaginu. Það geti þó ekki verið lausn að setja dómaravaldið í slíkum málum í hendur almennings, dómstóls götunnar. En Helgi telur að það sé einmitt það sem sé að gerast núna á Íslandi.

„Í málum sem varða kynferðisbrot eru engar töfralausnir til. Sú lausn að láta dómstól götunnar um verkið er ekki heillavænleg. Þangað er samt förinni heitið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Í gær

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar