fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Nokkur merki þess að þú sofir of lítið

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. janúar 2022 18:30

Hún virðist eiga erfitt með að sofna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkami þinn er kjaftaskjóða sem segir frá ef þú sefur of lítið. En við þurfum að kunna að lesa í þau skilaboð sem hann sendir okkur.

Meðal þeirra skilaboða sem hann sendir okkur um of lítinn svefn er að það getur haft neikvæð áhrif á líkamsþyngdina. Svefnvana líkami framleiðir meira af efni sem heitir ghrelin en það eykur svengdartilfinningu. Hann framleiðir einnig minna af hormóni sem heitir leptín en það eykur mettunartilfinningu. Svefnskortur leiðir líka yfirleitt til meiri löngunar í feita og sætan mat. Svo hefurðu að auki fleiri klukkustundir til að borða því þú sefur of lítið!

Svefnskortur hefur einnig neikvæð áhrif á insúlín. Það veldur því að magn blóðsykurs eykst og það getur á endanum leitt til sykursýki.

Svefnskortur hefur áhrif á ónæmiskerfið og getu þess til að vernda líkamann. Ef þú sefur of lítið ertu móttækilegri fyrir sýkingum og átt erfiðara með að berjast gegn þeim.

Húðin fær að kenna á því ef þú sefur ekki nóg. Of lítill svefn eykur magn stresshormónsins kortísól í líkamanum og það hefur slæm áhrif á húðina.  Einnig framleiðir hann minna af öðru hormóni sem lagar vef, vöðva og húð.

Svefn er forsenda þess að þú getir munað, lært, einbeitt þér, tekist á við áskoranir og verið skapandi. Ef það vantar upp á svefninn verður viðbragðstími þinn, fjöldi mistaka og veikindi meiri en áður. Þú verður í meiri hættu á að glíma við þunglyndi og stress.

Það hefur líka slæm áhrif á hjartað ef það skortir upp á svefninn og líkurnar aukast á ýmsum hjartakvillum. Ástæðan er að of lítill svefn veldur því að blóðþrýstingurinn og púlsinn sveiflast fram og aftur í stað þess að fara á hvíldarstig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn