The Guardian segir að veðurstofa landsins (NIWA) segi að síðasta ár hafi verið það hlýjasta frá upphafi mælinga og að sjö af síðustu níu árum hafi verið meðal þeirra hlýjustu frá upphafi. Hækkandi hiti í landinu eykur líkurnar á miklum flóðum, gróðureldum og óveðrum.
Samkvæmt upplýsingum frá NIWA var meðalhiti síðasta árs 13,56 gráður en fyrr metið var frá 2016 en það var 13,45 gráður. Þetta er hæsti meðalhiti sem mælst hefur síðan NIWA hóf sjö-stöðva veðurmælingar 1909.
Dr. Nathanael Melia, hjá Victoria háskólanum í Wellington, segir að þessi sífellda hækkun meðalhita muni ekki hætta á næstunni nema gripið verði til harðra aðgerða vegna loftslagsbreytinganna. Dr. James Renwick, hjá sama háskóla, sagði að vænta megi sömu þróunar í framtíðinni og að þegar komi fram á fimmta áratug þessarar aldar verði síðasta ár talið frekar kalt. Hann sagði að hærri hiti geti valdið öfgafyllra veðurfari. Til dæmis sé meiri raki í heitu lofti sem valdi síðan alvarlegum flóðum á sumum svæðum.