fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Erla: „Taldi mér trú um að þetta væru bara eðlilegar hormónasveiflur“

Vinirnir hurfu á braut í kjölfar fæðingarþunglyndis

Auður Ösp
Föstudaginn 29. janúar 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég kom þeirri hugmynd í kollinn á mér að ég gæti ekki gefið barninu mínu allt sem það á skilið og allt sem það þarf þar sem það á allt það besta skilið. Í dag hugsa ég til baka og hugsa með mér ég þurfi ekki peninga til að vera gott foreldri það sem barnið mitt þarfnast mest er ást og umhyggja,“ segir Erla Sigurbergsdóttir en hún upplifði fæðingarþunglyndi í kjölfar þess að hún eignaðist frumburð sinn, Ísak Aron í fyrra. Hún hvetur mæður til að leita sér hjálpar í tæka tíð enda sé það eitt að viðurkenna vandann ákveðinn sigur í sjálfu sér.

Erla birti frásögn sína á heimasíðunni Mamie en hún segir að það hafi verið fyrst á meðgöngunni sem að hún byrjaði að finna fyrir miklum kvíða og það yfir ótrúlegustu hlutum. „Fann ég þó mest fyrir kvíða þegar kom að því að kærasti minn fór til foreldra sinna sem búsettir eru á Akranesi. Ég var með kvíðahnút í maganum í viku ef ekki tvær fyrir því að hann færi og endaði það alltaf á því að ég grét og grét og grét! Í hverjum mæðraskoðunar tíma er móðirin spurð út í andlegan líðan, því svaraði ég alltaf eins “mér líður bara vel” taldi mér trú um að þetta væri bara það eðlilegar hormónasveiflur, svona var þetta út alla mína meðgöngu,“ ritar hún.

„Upphafið á kvíðanum hjá mér var tilhugsunin að ég þyrfti að kaupa mér íbúð og ég yrði að vera með góðar tekjur til þess að geta gefið fjölskyldu minni það allra besta. Þessi endalausa umræða um að þú verðir að vera vel menntaður og í hæðsta launaflokki sem þú kemst í til þess að geta haft það gott í framtíðinni. Ég kom þeirri hugmynd í kollinn á mér að ég gæti ekki gefið barninu mínu allt sem það á skilið og allt sem það þarf þar sem það á allt það besta skilið,“ segir hún jafnframt en bætir svo við. „Í dag hugsa ég til baka og hugsa með mér ég þurfi ekki peninga til að vera gott foreldri það sem barnið mitt þarfnast mest er ást og umhyggja, það er eitt besta veganesti fyrir barnið mitt ekki það að ég geti keypt fyrir það dýrasta dótið í búðinni.“

Erla segir jafnframt að við fæðinguna hafi hún ekki upplifað þessa „glansmynd“ sem svo margir tali um. „Þegar hann fæddist fóru hugsanirnar strax á stað og skildi ég ekki af hverju ég fann ekki þessa yfirþyrmandi tilfinningar sem allir tala um,“ rigjar hún upp en veikindi og erfiðleikar við brjóstgjöf leiddi til sjúkrahúsdvalar sem átti eftir að auka enn á vanlíðan hennar. „Eftir Sjúkrahúsdvölina ræddi ég við barnsföður minn um að mig gruni að ekki sé allt eins og á að vera, þó það hafi verið mjög augljóst. Ég var í sömu afneitun um að allt væri í lagi og þetta væru aðeins hormónasveiflur sem ollu því að ég grét og það oft og mikið, gráturinn fór að aukast og kvíðinn var farinn að trufla mig meira en hann gerði.“

Þá segir hún að það hafi ekki bætt úr skák aðflosnað hafi upp úr vináttusamböndunum. „Þegar ég var ófrísk varð samband mitt við vinkonur mínar að litlu sem engu og ef það voru einhver plön þá var ég ekki látin vita, ef ég spurði þær út í það voru svörin sem ég fékk ,,af því að þú ert ólétt” og það að bestu vinkonur mínar til margra ára loki á mig þar sem ég átti von á barni hafði sín áhrif. Ég reyndi að vera jákvæð og hugsa það bíður mín frábært hlutverk og á ég bara eftir að kynnast fleirum sem er í sömu sporum og ég að byrja sinn feril sem foreldri.“

„Eftir fæðinguna skánaði samband mitt við vinkonur mínar ekkert, eina sem breyttist voru svörin sem ég fékk ,,þú átt barn”. Ég ræddi þetta við vinkonur mínar og í kjölfarið fékk ég skilaboð um að þetta myndi lagast. Nokkrum vikum seinna hefur ekkert breyst en ég er meira en þakklát fyrir þær vinkonur sem standa við bakið á mér daginn í dag og eiga þær þakkir skilið því að þær hafa hjálpa mér mikið og þykir mér gott að geta talað við þær.“

Erla er í dag á batavegi og byrjuð í meðferð hjá sálfræðingi. „Hann hefur hjálpað mér mikið með að opna augun fyrir þeim möguleikum sem eru handan við hornið og leitt mig að jákvæðum hugsunum. Í dag er Ísak Aron að verða 6 mánaða og er ég loks á uppleið. Það heldur mér við efnið er hversu yndislegan strák ég á og mottóið mitt er “góðir hlutir gerast hægt,“ ritar hún en færslu hennar má lesa í heild sinni hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað