fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Sonur Sigurðar er enn í öndunarvél

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. janúar 2022 11:24

Mynd af Sigurði: Ernir - Mynd af Árna: Facebook/Sigurður Þ. Ragnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Þórður Sigurðsson, sonur Sigurður Þ. Ragnarssonar, veðurfræðings og bæjarfulltrúa Miðflokksins í Hafnarfirði, er enn í öndunarvél á Landspítalanum. Árni þjáist af líffærabilun.

Þetta kemur fram á Vísir.is.

„Hann er enn í sama ástandi, í lífshættu og allt það en þeir segja doktorarnir að góð von sé ennþá. Einn læknirinn orðaði það svo: við ætlum að ná honum í gegnum þetta. Það var hughreystandi setning þó maður sé meðvitaður um alvarleikann,“ segir Sigurður í samtali við Vísi.

DV ræddi við Sigurð á annan í jólum. Þar þakkaði hann starfsfólki Landspítalans fyrir góð störf. „Ég vil koma sérstöku þakklæti til hjúkrunarfólks og gjörgæslulækna á gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut. Þeir hafa hringt um leið og eitthvað er ekki eins og það á að vera og haldið okkur upplýstum um lífshorfur og annað. Mig langar að koma sérstöku þakklæti til þess fólks sem búið er að vinna um jólin til að halda í honum lífinu.“

Sjá einnig: Sonur Sigurðar í lífshættu á Landspítalanum – „Það er mjög gott að finna stuðninginn“

Sigurður segir í samtali við Vísi að jól og áramót hafi verið mjög erfið:

„Þetta nagar mann inn að beini. Maður er orkulaus en maður er að reyna að halda fókusi að lágmarksafli, sinna því sem maður getur sinnt. Annað verður að bíða um sinn. Allt sem getur beðið bíður.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni
Fréttir
Í gær

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Í gær

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm