fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Þríbólusettir í sóttkví þurfa ekki að loka sig inni lengur – „Við þurfum að halda samfélaginu gangandi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 7. janúar 2022 18:56

Willum Þór.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur breytt reglum um sóttkví. Um er að ræða mikla rýmkun á reglunum hvað varðar einstaklinga sem eru þríbólusettir eða þá sem hafa fengið COVID og eru tvíbólusettir.

Í nýju reglunum felst að þeir sem falla undir áðurnefnda hópa mega mæta til vinnu eða í skóla. Þeir mega jafnframt sækja sér nauðsynlega þjónustu á borð við heilbrigðisþjónustu, fara í matvöruverslanir og lyfjabúðir og nota almenningssamgöngur.

Þeim er þó óheimilt að fara á mannamót þar sem fleiri en 20 manns kona saman og er skylt að nota grímur í umgengni við alla nema þá sem teljast í nánum tengslum. Gildir þetta jafnvel þó hægt sé að halda tveggja metra regluna.

Þeim er óheimilt að heimsækja heilbrigðisstofnanir, þar með talið hjúkrunarheimili, nema með sérstöku leyfi og er skylt að forðast einstaklinga sem eru í aukinni hættu á alvarlegum veikindum vegna COVID.

Reglurnar hafa þegar tekið gildi. Sóttkví líkur eftir sem áður með neikvæðu PCR-prófi á fimmta degi sóttkvíar.

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins er haft eftir Willum að þessar breyttu reglur séu til að hægt sé að halda samfélaginu gangandi.

 „Við þurfum að halda samfélaginu gangandi eins og framast er kostur, hvort sem við horfum til skólanna, velferðarþjónustu eða margvíslegrar atvinnustarfsemi og eins og staðan er núna eru þetta bráðnauðsynleg viðbrögð“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris