fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
433Sport

Eru þetta launin sem Hallur fær í Vesturbæ? – Í hópi þeirra launahæstu

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. janúar 2022 11:48

Hallur og frú eru á leið til Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færeyski landsliðsfyrirliðinn Hallur Hansson gerði á dögunum tveggja ára samning við KR. Talað hefur verið um að Hallur sé einn launahæsti leikmaður í íslenska boltanum.

Fjallað var um málið í Dr. Football hlaðvarpinu í dag. „Menn segja HH hjá KR með 8,500 EUR nettó,“ skrifar Hjörvar Hafliðason á Twitter.

Ef rétt reynist er Hallur með 1,2 milljónir króna útborgaðar á mánuði. Gerir það hann að einum launahæsta leikmanni íslenska boltans.

„Með launatengdum gjöldum er þetta vel yfir 2 milljónir á mánuði,“ sagði Jóhann Már í þættinunm.

Hallur er sókndjarfur og vinnusamur miðjumaður sem hefur leikið lengst af sínum ferli í dönsku úrvalsdeildinni, en einnig í skosku úrvalsdeildinni og í Færeyjum.

Hallur kemur til KR frá Vejle en Hallur spilaði allan leikinn og átti stoðsendingu í þeirra síðasta leik fyrir jólafrí dönsku úrvalsdeildarinnar 29 nóvember, þar sem Vejle og topplið Midtjylland gerðu 1-1 jafntefli.

Hallur hefur á ferli sínum leikið 283 leiki og skorað í þeim 42 mörk. Þá hefur hann leikið 67 landsleiki fyrir færeyska landsliðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað
433Sport
Í gær

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð
433Sport
Í gær

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags
433Sport
Í gær

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals