Þetta sagði Aziz Rahman, yfirmaður þess sem má einna helst kalla siðferðisráðuneytis landsins. Hann sagði að verslunareigendum hafi verið fyrirskipað að hálshöggva gínur sínar því þær falli ekki að sharíalögum. Hann sagði að það dugi ekki að hylja höfuðin eða fela gínurnar, englar Allah muni þá ekki koma inn í verslanirnar eða önnur hús til að veita eigendunum blessun sína.
Þessi stefna Talibana gildir enn sem komið er ekki á landsvísu en í vesturhluta landsins eru þeir byrjaðir að láta til sína taka vegna þessa. Nýlega fór upptaka af Talibönum saga höfuð af gínum á flug á samfélagsmiðlum.