fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Þórður lætur af störfum og Logi ætlar í frí – „Ég hef verið betri“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 6. janúar 2022 16:40

Logi Bergmann og Þórður Már Jóhannesson - Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi hf. óskaði á stjórnarfundi í dag eftir að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi.

Í tilkynningunni kemur fram að stjórnin hafi fallist á erindið og að í kjölfarið hafi stjórnin skipt með sér verkum upp á nýtt. Guðjón Reynisson var kjörinn nýr formaður stjórnarinnar og þá var Margrét Guðmundsdóttir kjörin sem varaformaður.

Þessi tilkynning kemur í kjölfar þess að Vítalía Lazareva opnaði sig í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í vikunni um ofbeldi sem hún varð fyrir í sumarbústaðarferð sem hún fór í með Arnari Grant en þau voru í ástarsambandi á þessum tíma. Vítalía segir að í sumarbústaðarferðinni hafi hún, Arna og vinir hans farið í heitan pott og þar hafi verið káfað á henni og farið yfir öll mörk.

Í kjölfar fréttaflutnings og umræðu um það sem Vítalía opnaði sig um hafa, auk Þórðar, þeir Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas og Ari Edwald framkvæmdastjóri Ísey útflutnings stigið til hliðar í sínum störfum. Vítalía hafði nafngreint þá alla í tengslum við sumarbústaðaferðina á Instagram-síðu sinni.

Logi í frí og hefur verið betri

Vítalía nefndi einnig fjölmiðlamanninn Loga Bergmann í tengslum við ofbeldi sem hún hefur orðið fyrir. Nú hefur hann greint frá því að hann ætli í ótímabundið frí frá störfum sínum á K100. Logi sagðist vera fara í fríið í upphafi útvarpsþáttar síns og Sigga Gunnars í dag þegar sá síðar nefndi spurði Loga hvernig hann hefði það.

„Ég hef verið betri,“ sagði Logi við þeirri spurningu. „En við ætlum að gera hérna útvarpsþátt. Ég hendi einum þætti í loftið núna og svo er ég kannski í smá frí og við sjáum bara til hvað gerist.“

Ástæðan fyrir því að Logi er bendlaður við málið tengist ekki sumarbústaðarferðinni. Í hlaðvarpsþættinum lýsti Vítalía því að vinur Arnars, sem væri þjóðþekktur maður, hafi gengið inn á þau. Vítalía segir Arnar hafa viljað kaupa þögn þjóðþekkta vinarins með því að láta Vítalíu veita honum kynferðislegan greiða.

Fyrr í dag fullyrti Mannlíf að þjóðþekkti vinurinn sem gekk inn á þau sé Logi Bergmann en Vítalía hafði einnig sagt frá því á Instagram-síðu sinni og birt skjáskot af samskiptum þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum