fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Ólafur sýknaður af ákæru um að hafa kastað gasgrilli í lögreglumenn – Fimmtán mánaða fangelsi fyrir fjölmörg brot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. janúar 2022 16:00

mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Björgvin Hermannsson var í gær dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Héraðsómi Reykjavíkur fyrir fjölmörg brot.

Einna alvarlegasta brotið er innflutningur á tæplega hálfu kílói af amfetamíni í lok ágústmánaðar árið 2021. Efnin fundust í pakkningu í ferðatösku hans við komu til landsins frá Amsterdam í Hollandi.

Ólafur var einnig ákærður fyrir árás á lögreglumenn sem hugðust handtaka hann. Var hann sagður hafa sparkað í lögregluþjóna og kastað gasgrilli í áttina að þeim með þeim afleiðingum að þeir hlutu mar á fótleggjum. Þurfti að sprauta varnarúða í augu Ólafs til að yfirbuga hann. Lögreglumenn sem gáfu skýrslu fyrir dómi segjast hafa óttast Ólaf við handtökuna enda hafi hann verið mjög ógnandi.

Ólafur var hins vegar sýknaður af þessari ákæru.

Ákærurnar voru alls fjórar en sumar eru í nokkrum liðum, eru það aðallega umferðarlagabrot þar sem Ólafur var sakaður um akstur undir sterkum áhrifum vímuefna. Var hann sviptur ökuleyfi ævilangt auk fangelsisdómsins.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Leitað að hinni fágætu Mirabel með geltandi dróna – Hugsanlegt að henni hafi verið stolið

Leitað að hinni fágætu Mirabel með geltandi dróna – Hugsanlegt að henni hafi verið stolið
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Aftur reynt að brjótast inn í hraðbankann á Völlunum – „Peningahólfið er mjög rammgert“

Aftur reynt að brjótast inn í hraðbankann á Völlunum – „Peningahólfið er mjög rammgert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvítt ryk hrellir bílaeigendur í nágrenni við niðurrifnu Íslandsbankabygginguna – „Bíllinn er allur þakinn“

Hvítt ryk hrellir bílaeigendur í nágrenni við niðurrifnu Íslandsbankabygginguna – „Bíllinn er allur þakinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvað gerðist á bak við tjöldin sem lét Biden hætta við

Hvað gerðist á bak við tjöldin sem lét Biden hætta við