fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Ritstjóri Fréttablaðsins svarar Ásgeiri fullum hálsi – „Það kallar á fréttaskrif, ekki þöggun.“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. janúar 2022 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri, gagnrýndi Fréttablaðið harðlega á þriðjudag fyrir fréttaflutning af meintum ritstuldi hans þegar hann starfaði í 53 manna teymi við rannsóknarskýrslu Alþingis í kjölfar hrunsins.

Sjá einnig: Ásgeir verulega súr út í Fréttablaðið og birtir sönnunargögn – „Ég verð að segja það frá hjartanu“

Ritstjóri Fréttablaðsins, Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur nú svarað Ásgeiri fullum hálsi.

„Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur opinberlega kvartað yfir skrifum Fréttablaðsins um meintan ritstuld hans á handriti úr fórum sagnfræðings, sem hann er sagður hafa notað án leyfis í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Ásgeir vandar blaðinu ekki kveðjurnar í skrifum sínum og telur fréttaflutning þess hafa verið óvandaðan, ef ekki beinlínis óþarfan.“

Sigmundur segir að Ásgeir sé frjáls að sínum skoðunum en Ásgeir verði þó að vera meðvitaður um stöðu sína í samfélaginu.

„Hann verður nefnilega að una því sem opinber persóna, að um störf hans sé fjallað með gagnrýnum hætti. Og almenningur í landinu á einnig heimtingu á að vita hvernig æðstu stjórnendur landsins rækja störf sín, með eftirgrennslan fjölmiðla.“

Sigmundur segir að umfjöllun Fréttablaðsins hafi verið studd rökum, Ásgeiri hafi verið gefi færi á að svara og fullt tilefni til skrifanna.

„Ástæða þess að Árni benti Fréttablaðinu á ofangreint mál, er að nokkrum dögum fyrr hafði sami Ásgeir verið sakaður um ritstuld af Bergsveini Birgissyni rithöfundi, sem fullyrti að Ásgeir hefði byggt á bók sinni, Leitin að svarta víkingnum, í sinni eigin bók, Eyjan hans Ingólfs, án þess að geta þar rannsókna Bergsveins. Ásgeir hafi neitað sök í þeim efnum og furðað sig á því að hafa þar verið „þjófkenndur í fyrsta skipti.“.“

Sigmundur segir að það sé eðlilega fréttaefni þegar einn æðsti ráðamaður þjóðarinnar er vændur um ritstuld.

„Enda telst það til tíðinda þegar einn æðsti ráðamaður þjóðarinnar er vændur um ritstuld á ferli sínum sem fræðimaður og síðar yfirmaður á lykilstofnun í landinu. Og sérstaklega var gætt að því á ritstjórn að veita Ásgeiri ráðrúm til andsvara áður en fréttin var birt.

Fréttin fjallaði um alvarlegar ásakanir fræðimanns á hendur einum æðsta stjórnanda landsins um meintan ritstuld, á meðan ásakanir rithöfundar um sama efni í garð sama stjórnanda voru í hámæli.
Það kallar á fréttaskrif, ekki þöggun.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Guðbjörg segir að koma leðurblökunnar hingað til lands veki ýmsar spurningar

Guðbjörg segir að koma leðurblökunnar hingað til lands veki ýmsar spurningar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku

Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jóhannes Þór varar stjórnvöld við: „Algjörlega fáránleg hugmynd“

Jóhannes Þór varar stjórnvöld við: „Algjörlega fáránleg hugmynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Beygja sig fyrir kröfum Trump og afhenda óklippt viðtal – Sagt ógna fjölmiðlafrelsi

Beygja sig fyrir kröfum Trump og afhenda óklippt viðtal – Sagt ógna fjölmiðlafrelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allsherjar uppnám á nefndarfundi í borginni – Ásakanir um geðþóttavald og lögbrot

Allsherjar uppnám á nefndarfundi í borginni – Ásakanir um geðþóttavald og lögbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“