fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Segja að Ómíkron geti hafa átt uppruna sinn í músum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. janúar 2022 07:56

Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsast getur að Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar eigi uppruna sinn í músum. Þetta segja kínverskir vísindamenn sem hafa rannsakað málið. Þeir segja að kórónuveiran geti hafa borist í mýs, stökkbreyst í þeim og borist aftur í fólk.

Vísindamenn hafa velt því fyrir sér hvort afbrigðið eigi uppruna sinn að rekja til manna eða annarra spendýra. Ástæðan er  hversu hratt veiran virðist hafa stökkbreyst.

Kínversku vísindamennirnir komust að því eftir nákvæmar rannsóknir á broddprótíni afbrigðisins að það hafi þróast þannig að það bendi til þess að það hafi „hoppað á milli hýsla“.

Umfang stökkbreytinga Ómíkronafbrigðisins var mjög frábrugðið þeim stökkbreytingum sem eiga sér stað á veirum í mannslíkama. Þær líkjast frekar stökkbreytingum sem eiga sér stað í músum. Stökkbreytingar Ómíkron reyndust skarast við stökkbreytingar sem vitað er að eiga sér stað í músum.

„Í heildina séð benda niðurstöður okkar til að forveri Ómíkron hafi borist úr mönnum í mýs, hafi stökkbreyst hratt og borist aftur í menn,“ segja höfundar rannsóknarinnar að sögn Metro.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann