fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

Hjúkrunarfræðingur vaknaði eftir 28 daga í dái með COVID-19 – „Viagra bjargaði lífi mínu“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. janúar 2022 06:18

Monica Almeida

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 9. nóvember síðastliðinn var hjúkrunarfræðingurinn Monica Almeida lögð inn á Lincoln County sjúkrahúsið með COVID-19 en hún hafði greinst með kórónuveiruna 31. október. Þessi 31 árs tveggja barna móðir hafði fengið tvo skammta af bóluefni gegn veirunni en hún þjáist af astma.

Eftir að hún var lögð inn á sjúkrahúsið hélt heilsu hennar áfram að hraka og þann 16. nóvember var hún flutt á gjörgæsludeild og lögð í dá.

Hún vaknaði upp af dáinu þann 14. desember eftir að hafa verið gefið Viagra sem er venjulega notað til að takast á við stinningarvanda hjá körlum. Það var þrautaúrræði hjá læknunum að gefa henni Viagra en aðeins 72 klukkustundum áður en Monica vaknaði upp af dáinu höfðu læknarnir ákveðið að slökkva á öndunarvél hennar en ákváðu að prófa að gefa henni Viagra áður.

Áður en hún var lögð í dá hafði hún fallist á að taka þátt í tilraun með Viagra. MailOnline skýrir frá þessu.

Monica hafði misst bragð- og lyktarskyn og átti erfitt með andardrátt og hóstaði upp blóði. Foreldrar hennar óttuðust að hinsta stund hennar væri runnin upp og flýttu sér til Englands frá Portúgal til að hitta hana.

Með því að gefa henni Viagra tókst læknum að auðvelda henni að draga andann. Lyfið slakaði á æðunum og þær opnuðust betur og blóðflæðið jókst sem aftur varð til þess að öndunarvegirnir opnuðust betur og bættu súrefnisstreymið. Aðeins liðu 48 klukkustundir frá því að henni var gefið Viagra þar til greinileg áhrif þess sáust.

„Þegar ég vaknaði grínaðist ég við lækninn að hann hefði gefið mér Viagra. Hann hló og sagði: „Nei, í alvörunni, þú fékkst stóran skammt af Viagra.“ Þetta var jólakraftaverkið mitt,“ sagði hún.

Monica jafnaði sig hratt og komst heim fyrir jól. „Það var örugglega Viagra sem bjargaði lífi mínu,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 1 viku

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum