fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Gefa samstarfið upp á Hlölla-bátinn

Eyjan
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 14:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson, og Óli Valur Steindórsson hafa ákveðið gefa samstarf sitt upp á bátinn, en þeir hafa rekið saman veitingastaðina Hlöllabáta, Barion Mosó, Barion Brugghús og Minigarðinn. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins.

Svo virðist sem að það hafi gefið verulega á bátinn nú í COVID-19 faraldri sem hafi breytt rekstrarforsendum. Morgunblaðið vísar til heimilda sem kveða að þeir Sigmar og Óli telji aðgerðir stjórnvalda til að styðja við rekstur fyrirtækja ekki hafa náð utan um þeirra rekstur þar sem þeir hafi ekki orðið fyrir nægjanlegu tekjufalli.

Frekar en að leggja árar í bát hafa þeir því ákveðið að skipta á milli sín veitingastöðunum og vera þar með einir á báti, því með því móti verði til tvö félög sem eigi hvort um sig auðveldrar með að þreyja þorrann.

Samkvæmt Morgunblaðinu mun Sigmar fá í sínar hendur Minigarðinn og Barion Bryggjuna og Óli með Hlöllabáta og Barion Mosó.

Engar skuldir verða felldar niður og ætla þeir félagar að standa við sínar skuldbindingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris