fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Arnþór Garðarsson prófessor er látinn – Rannsakaði fugla alla ævi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 15:00

Arnþór Garðarsson. Mynd: Halldór Pálmar Halldórsson. Myndin var tekin af Arnþóri við fuglarannsóknir nálægt Eldey, sumarið 2006.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnþór Garðarsson, prófessor emerítus við Háskóla Íslands, lést á nýársdag í faðmi fjölskyldu sinnar. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Fuglaverndar.

Arnþór fæddist í Reykjavík þann 6. júlí árið 1938. Meginviðfangsefni hans um ævina voru rannsóknir á fuglum og birti hann fyrstu vísindagrein sína um það efni aðeins 17 ára gamall.

Arnþór lauk námi í dýrafræði frá Háskólanum í Bristol á Englandi árið 1962 og doktorsnámi frá Berkley-háskóla í Bandaríkjunum árið 1971. Fjallaði doktorsritgerð hans um stofnsveiflur rjúpunnar en hann dvaldi langdvölum í Hrísey við rannsóknir sínar á efninu.

Arnþór var skipaður prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands í ársbyrjun 1974 og var einn af þeim prófessorum sem unnu brautryðjendastarf við að koma á fót námi í líffræði við skólann. Samhliða kennslu sinnti hann ötullega rannsóknum á fuglalífi í gegnum ævina. Meðal annars rannsakaði hann ítarlega fuglalíf við Mývatn. Í æviágripi sem birtist um Arnþór árið 2010 segir:

„Áhrifa hans gætir víða, m.a. í rannsóknum á fjörudýrum við landið, í rannsóknum á hálendisvistkerfum, Mývatni og fuglabjörgum og eyjum í kringum landið. Ekki síst hafa áhrif hans verið í menntun stórs hóps dýra- og vistfræðinga, sem starfa við Háskóla Íslands og rannsóknastofnanir bæði hérlendis og erlendis. Líffræðin er víðfeðm fræðigrein og eru líffræðingar sérhæfðir á afmörkuðum hluta síns sviðs, t.d. innan vistfræði. Arnþór hefur hins vegar ótrúlega breiða þekkingu og fáir þekkja íslenskt lífríki og náttúru jafnvel og hann. Arnþór býr yfir innsæi og næmi þess sem fylgst hefur með náttúrunni af sjálfsprottnum áhuga allt frá barnsaldri og dáðst að fjölbreytni hennar, og hann er knúinn áfram af löngun til að skýra flókin fyrirbæri hennar og gangvirki. Það er aðalsmerki sannra vísindamanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skellt í lás á Bryggjunni brugghús og eigendur gjafabréfa áhyggjufullir

Skellt í lás á Bryggjunni brugghús og eigendur gjafabréfa áhyggjufullir
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna