fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fréttir

Martröð í Mosó: Sagður hafa strokið 13 ára stúlkubarni með óviðeigandi hætti – Geymdi riffil og skotfæri í ólæstu svefnherberginu

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 11:45

mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellefu mánaða gömul ákæra héraðssaksóknara gegn karlmanni fyrir kynferðisbrot gegn barni og vopnalagabrot verður senn tekin fyrir af dómstólum. Brotin eru sögð hafa átt sér stað aðfaranótt laugardagsins 12. október 2019, en ákæra í málinu var gefin út í febrúar á síðasta ári.

Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, er maðurinn sagður hafa í tvígang farið með hönd undir teppi sem 13 ára stúlka hafði yfir sér og strokið henni um læri og rass. Stúlkan var gestur á heimili ákærða þar sem hún gisti í sófanum í stofu íbúðar mannsins.

Þá greinir frá því í ákæru að lögregla hafi þetta sama kvöld fundið Savage Mark II riffil og skotfæri í þann riffil í opnum skáp í ólæstu svefnherbergi, og er maðurinn vegna þess ákærður fyrir vopnalagabrot. Í vopnalögum segir að geyma eigi skotvopn og skotfæri í aðskildum læstum hirslum. Þá segir jafnframt í lögunum að ráðherra megi setja strangari reglur og skilyrði um geymslu skotvopna þegar tilteknum fjölda skotvopna er náð. Sú reglugerð skyldar þá byssueigendur sem eiga fjögur skotvopn eða fleiri til þess að hafa læstan byssuskáp að tiltekinni gerð, veggfastan með tilteknum hætti, undir skotvopn sín.

Algengt virðist vera að eigendur skotvopna telji sig ekki þurfa að geyma vopnin sín í læstum hirslum nema þá að eiga fjórar byssur eða fleiri. Þann útbreidda misskilning hefur lögreglan ítrekað reynt að leiðrétta.

Brotaþoli í málinu gerir kröfu um að maðurinn greiði sér 600 þúsund krónur í miskabætur. Saksóknarar í málinu krefjast þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar sem af málinu hlýst.

Málið verður tekið til aðalmeðferðar þann 10. janúar næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Óhugur í Kolbrúnu vegna hugsanlegs samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn

Óhugur í Kolbrúnu vegna hugsanlegs samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn
Fréttir
Í gær

Einar hefur boðið Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til samstarfs

Einar hefur boðið Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til samstarfs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad