fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Smitmet í Noregi – 7.921 smit síðasta sólarhringinn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta sólarhringinn greindust 7.921 með kórónuveiruna í Noregi. Þetta er nýtt met yfir fjölda staðfestra smita á einum sólarhring. Gamla metið var frá 14. desember síðastliðnum en þá greindust 6.003 með veiruna.

Samkvæmt frétt Norska ríkisútvarpsins greindust að meðaltali 4.240 smit daglega á síðustu sjö dögum. Meðaltal sjö daga þar á undan var 3.360 og því er faraldurinn greinilega í sókn.

Ómíkronafbrigðið er nú ráðandi í Noregi en á mánudaginn var skýrt frá því að í síðustu viku síðasta árs hafi 65,4% allra smita verið af völdum Ómíkron.

Heilbrigðisyfirvöld reikna með að smitum fjölgi enn frekar á næstu vikum því nú er hversdagslífið að komast í sitt hefðbundna far eftir jólafrí í skólum. Að auki fóru færri í sýnatöku síðustu tvær vikur síðasta árs en að jafnaði í öðrum vikum.

Þrátt fyrir aukningu smita þá fækkaði COVID-19-sjúklingum sem liggja á sjúkrahúsum um 21 á milli daga og eru nú 304. 95 þeirra eru á gjörgæslu og 68 af þeim eru í öndunarvél. Daginn áður voru 13 fleiri á gjörgæsludeild og 6 fleiri í öndunarvél.

Frá upphafi faraldursins hafa 412.472 greinst með kórónuveiruna í Noregi. 1.307 hafa látist af völdum COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin