fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
FréttirMatur

Raðar þú rétt inn í ísskápinn þinn?

Sjöfn Þórðardóttir
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 18:35

Það skiptir miklu máli að raða rétt inn í ísskápinn./Ljósmynd aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það skiptir miklu máli að raða rétt inn í ísskápinn og setja einungis þau matvæli sem þarf að geyma á köldum stað inn í ísskáp, eins og mjólk, rjóma, osta, smjör, kjöt, fisk, álegg, grænmeti og fleira. Jafnframt er nauðsynlegt er að matvælin fari á réttan stað inn í ísskápinn til tryggja bestu geymsluna.  Ástæðan er sú að hitastig í ísskáp er svolítið breytilegt. Kaldast er næst frystihólfi ef það er til staðar en hlýjast fjærst því. Þetta verður að hafa í huga þegar matvælum er komið fyrir í ísskápnum.

Allt sem er geymt er í ísskápnum þarf að vera í lokuðum ílátum. Búa skal vel um hverja tegund. Ef um lyktar- eða bragðsterk matvæli er að ræða verður að hafa þau í loftþéttum umbúðum.

  1. Í frystihólfi eru geymd frystmatvæli. Þau þurfa að fara strax þangað inn eftir að þau eru keypt. Ekki er gott að fyrsta aftur matvæli sem hafa þiðnað.
  2. Efst í ísskáp skal setja álegg, kjötvörur, fisk o.fl.
  3. Í miðju ísskáps skal setja drykki, mjólkurvörur, egg (ef það er ekki sérstakt eggjahólf), ávaxtadrykki, brauðvörur o.fl.
  4. Neðst í ísskáp skal setja ávexti og að lokum grænmeti.

Innan á hurðinni eru oftast hillur þar sem geyma má það sem þarf ekki mikinn kulda.  Þar eru gjarnan sósur og olíur geymdar.

Þetta skiptir máli til tryggja geymsluþol matvælanna og gæðin. Mikilvægt er líka að hafa gott skipulag á röðun inn í ísskápinn eftir flokkun og nota glær ílát, hvort sem þau eru úr gleri eða plasti. Reyna að hafa allt sýnilegt og umfram allt að halda ísskápnum hreinum. Þrífa hann reglulega með eiturefnalausri blöndu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum