fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Margrét gefur dætrum sínum ormalyfið Ivermectin til að lækna Covid þvert á ráðleggingar lækna

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. janúar 2022 13:00

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilraunir Margrétar Friðriksdóttur til þess að smitast af Covid af dætrum sínum sem hafa nú báðar greinst jákvæðar hafa enn ekki tekist, ef marka má nýjustu færslur Margrétar á samfélagsmiðlum.

Líkt og DV greindi frá fyrir áramót hefur Margrét, eða Magga, eins og hún er gjarnan kölluð, ítrekað reynt að næla sér í veiruna í þeim tilgangi að fá úr henni náttúrulegt ónæmi, en Magga er yfirlýstur andstæðingur bólusetninga við Covid-19, af ýmsum ástæðum.

Sjá einnig: Magga Frikka reyndi að smitast af Covid en ekkert gekk – Lét smitaða dóttur sína anda á sig og drakk úr sama glasi

Í færslu sinni á Facebook í gær segir hún jafnframt frá því að hún hafi gefið dætrum sínum D-vítamín, lýsi C-vítamín, Zink og ormalyfið Ivermectin gegn Covid. Vísar hún til Indlands í þeim efnum og segir að með þessum kokteil hafi Indverjar náð að útrýma Covid og alvarlegum veikindum af völdum veirunnar þar.

Uttar Pradesh er fjölmennasta ríki Indlands en þar búa vel á þriðja hundrað milljón manna. Covid tilfelli hafa verið fá í Indlandi undanfarnar vikur, líkt og Margrét bendir á, en þó eru blikur nú á lofti þar. Fjöldi tilfella hefur tífaldast á einni viku og óttast ráðamenn í héraðinu að ný bylgja gæti verið í uppsiglingu.

Trú Margrétar á lyfinu Ivermectin, sem alla jafna er notað við ormasýkingum í húsdýrum er þá hugsanlega byggð á einhverjum misskilningi, en heilbrigðisyfirvöld í Indlandi hafa síðan í september í fyrra mælt alfarið gegn notkun lyfsins við Covid sýkingum.

Engu að síður hefur misskilningurinn lifað áfram á hinum ýmsu vefsíðum, þrátt fyrir tilraunir til þess að leiðrétta hann. Í yfirferð BBC um tröllatrú bólusetningaefasemdafólks á virkni lyfsins gegn Covid-19 tilfellum segir hreint út að trúin sé reist á fölskum vísindum.

Lyfið gengur nú kaupum og sölum á svörtum markaði, meðal annars hér á landi.

Færslu Margrétar frá því í gær má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið
Fréttir
Í gær

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“