fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Virk eldfjöll leynast undir yfirborði Evrópu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 8. janúar 2022 09:00

Evrópa er á braut um Júpíter.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á braut um Júpíter er tunglið Evrópa. Það er á stærð við tunglið okkar og er hulið frosnu hafi. Augu vísindamanna hafi beinst mikið að Evrópu síðustu árin því margir telja það einn líklegasta staðinn í sólkerfinu til að finna líf. Nýjar rannsóknir benda til að kenningin um líf á Evrópu geti átt við rök að styðjast.

Ástæðan er að nýjar greiningar benda til að virk eldfjöll leynist undir yfirborðinu en vísindamenn telja að eldvirkni geti myndað umhverfi og skilyrði fyrir efnafræðilega orku sem getur ásamt vatni skapað forsendur fyrir lífi.

Miklir kraftar

Júpíter er gaspláneta og því er ekkert fast yfirborð þar. En þrátt fyrir það er þessi risapláneta 318 sinnum massameiri en jörðin. Jarðfræðirannsóknir benda til að eldfjallavirknin á Evrópu eigi rætur að rekja til þessa mikla massa Júpíters og þyngdaraflsins sem honum fylgir. Þyngdarafl Júpíter togar svo mikið í Evrópu að tunglið teygist og sprungur myndast. Þessar hreyfingar orsaka núningshita sem aftur veldur því að hiti er í dýpstu lögum tunglsins og því er aðeins yfirborð þess frosið.

Þyngdarafl Júpíter rífur nánast í klettana við póla Evrópu þannig að þeir verða fljótandi en þannig geta jarðhitasvæði myndast þar sem steinefni vella upp með heitu vatni. Slíkt er þekkt hér á jörðinni þar sem fjölbreytt líf þrífst á slíkum svæðum og það á miklu dýpi. Þetta líf kemst af án ljóss og súrefnis.

Eftir tvö ár hyggst bandaríska geimferðastofnunin NASA senda geimfar til Evrópu til rannsaka tunglið enn betur. Þá fæst kannski staðfest hvort kenningin um eldvirkni og líf eigi við rök að styðjast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga