Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að Alfredo Antonio Trujillo hafi fæðst klukkan 23.45 á sjúkrahúsi í Kaliforníu. Fimmtán mínútum síðar, þegar klukkan sló á miðnætti, kom systir hans, Aylin Yolanda Trujillo, í heiminn. Alfredo fæddist sem sagt á gamlársdag en Aylin á nýársdag.
Aylin var fyrsta barn ársins á Natividad Medical Center í Monterey County.
Fatima sagði að það væri undarlegt að eiga tvíbura sem eigi sitthvorn afmælisdaginn. „Ég var hissa og ánægð þegar hún fæddist á miðnætti,“ sagði hún.
Tvíburarnir eiga þrjú systkin, tvær systur og bróðir.
Um 120.000 tvíburar fæðast árlega í Bandaríkjunum eða um 3% allra fæðinga. En það er ákaflega sjaldgæft að tvíburar eigi ekki sama afmælisdaginn og talið er að líkurnar á að þeir fæðist á sitthvoru árinu séu 1 á móti tveimur milljónum.