„Það eru ekki svo margir óbólusettir fullorðnir í Danmörku en þeir eru fyrirferðarmiklir í tölum yfir innlagnir,“ er haft eftir Palle Valentiner-Branth í fréttatilkynningu frá SSI.
Fram kemur að á tímabilinu 20. til 26. desember hafi verið 59,1 sjúkrahúsinnlagnir á hverja 100.000 óbólusetta einstaklinga.
Á sama tíma var voru 10,8 sjúkrahúsinnlagnir á hverja 100.000 bólusetta einstaklinga.
Samkvæmt nýjustu tölum frá SSI hafa 78% Dana lokið bólusetningu gegn kórónuveirunni en það eru tæplega 4,6 milljónir landsmanna. 48,5%, eða rúmlega 2,8 milljónir, hafa fengið örvunarskammt.
Tölurnar frá SSI ná yfir einstaklinga frá 12 ára aldri og upp úr. Bólusetningar 5 til 11 ára eru nýhafnar og því er virkni bólusetninga hjá þessum aldurshópi ekki enn orðin mjög mikil og því er hann ekki tekinn með í tölunum.