„Frá og með nýársdegi 2022 er í fyrsta sinn búið að afnema kynjaskiptingu á orðuböndum fyrir riddarakross og stórriddarakross,“ segir Eliza Reid, forsetafrú, á Facebooksíðu sinni. „Orðan sjálf hefur vissulega verið eins að stærð og lögun fyrir öll þau sem sæmd eru, en hinsvegar hefur alltaf verið gerður greinarmunur á orðuböndum karla og kvenna. Ekki lengur! Á meðfylgjandi mynd má sjá núgildandi útlit fálkaorðunnar fyrir alla orðuhafa. Ég fagna þessari breytingu,“ segir hún.