fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Íbúi í Mosfellsbæ fékk leiðinlega heimsókn á nýársdag – Unglingarnir mættu vopnaðir hömrum í garðinn

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 3. janúar 2022 20:00

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á nýársdag fékk íbúi í Mosfellsbæ ansi leiðinlega heimsókn í garðinn sinn. Tveir unglingar gerðu sér ferð í garð íbúans og nágranna hans og frömdu skemmdarverk á skrautsteinum í görðunum.

Íbúinn greinir frá þessu í færslu sem birt var í hverfishóp Mosfellinga á Facebook. „Unglingarnir notuðu hamra og eyðilögðu alla steinana og tóku einhverja með sér, þetta er leiðindaatvik,“ segir íbúinn í færslunni og kallar svo eftir því að foreldrar ræði við börn sín vegna málsins.

„Það væri gott ef foreldrar töluðu við börnin sín og segðu þeim að það er ekki í lagi að eyðileggja hluti hjá öðrum.“

DV ræddi við íbúann sem segist ekkert vita hvort fleiri hafi orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgunum. „Þetta er bara skemmdarfísn ekkert annað,“ segir íbúinn í samtali við blaðamann.

„Ég er með myndavélakerfi á húsinu þannig að ég skoðaði hvað þau voru að gera og þetta var bara engin ástæða fyrir verknaðnum“

Þá birti íbúinn mynd, sem sjá má hér fyrir neðan, af skemmdarvörgunum í færslunni en erfitt er að sjá hverjir það eru sem frömdu verknaðinn þar sem andlit þeirra eru hulin fatnaði.

Mynd/Facebook

Ljóst er að íbúar Mosfellsbæjar eru allt annað en sáttir með skemmdarverkin en færslan vakti mikil reiði- og sorgarviðbrögð hjá meðlimum hverfishópsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna
Fréttir
Í gær

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“