fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Guðjón vill að flugeldasala björgunarsveitanna heyri sögunni til – „Hún er barn síns tíma“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 3. janúar 2022 11:30

Myndin er samsett - Mynd af björgunarsveitarmanni: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Jensson, leiðsögumaður og eldri borg­ari í Mos­fells­bæ, er orðinn þreyttur á sprengjuæði landsmanna um áramótin og veltir því fyrir sér í pistli í Morgunblaðinu hvort það ætti ekki að láta flugeldasölu björgunarsveitanna líða undir lok.

„Sjald­an hef­ur slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu og jafn­vel víðar á land­inu fengið jafn­mörg út­köll vegna bruna og að þessu sinni. Ára­mót­in eru mörg­um erfið, ekki aðeins slökkviliðinu held­ur einnig flest­um sem eiga í erfiðleik­um með alla þá meng­un og hávaða sem af flug­eld­um og blys­um stafa,“ segir Guðjón í upphafi pistilsins.

Þá minnir hann á hve erfiður þessi tími er fyrir dýrin. „Og ekki má gleyma blessuðum dýr­un­um sem vita ekki hvaðan á sig stend­ur veðrið, þau fæl­ast af öll­um þess­um ósköp­um hvort sem hund­ar eða kett­ir, hest­ar, fugl­ar eða af ein­hverri ann­arri teg­und eiga í hlut. Af hverju eru þessi ósköp lögð á dýr­in og þá sjúku sem mega ekki við auknu álagi meðal annars vegna önd­un­ar­erfiðleika og jafn­vel ein­faldra hræðslu­viðbragða?“

Flestir réttlæta flugeldasölu með því að björgunarsveitir landsins þurfi á fjáröfluninni að halda. Guðjón segir að auðvitað þurfi að tryggja björgunarsveitunum næga tekjustofna til að standa straum af þeim útgjöldum sem vænta má í starfi þeirra en hann spyr hvers vegna tekjurnar þurfi að koma frá flugeldasölu.

„Hvers vegna þarf þetta fyr­ir­komu­lag að vera hjá okk­ur eins og í villta vestr­inu þar sem hver og einn get­ur keypt sér mikl­ar flug­elda­birgðir og hagað sér eins og versti stríðsherra?“

Segir peningana geta komið úr öðrum áttum

Hann bendir þá á möguleika sem hefur margoft verið ræddur í gegnum árin, að ríkissjóður standi undir rekstri björgunarsveitanna. Hann segir að sveitarfélögin gætu einnig komið inn sem samstarfsaðilar.

„Eft­ir hver ára­mót eru mörg sveit­ar­fé­lög úti­lít­andi eins og eft­ir stríðsátök. Leif­ar af skottert­um, flug­eld­um og blys­um liggja eins og hráviði, eng­um til fram­drátt­ar en öll­um til vansa. Með því að sveit­ar­fé­lög­in gangi til liðs við björg­un­ar­sveit­irn­ar um góða og vandaða flug­elda­sýn­ingu um lág­nættið á gaml­árs­kvöld mætti halda meng­un í lág­marki. Einnig hættu á elds­voðum sem meira en nóg var af um núliðin ára­mót. Með þessu mætti halda meng­un og hreins­un­ar­kostnaði í lág­marki. Og eins slysa­hættu, sem er allt of mik­il í þessu ástandi villta vest­urs­ins.“

Þá veltir Guðjón einnig fyrir sér þeim möguleika að láta björgunarsveitirnar rukka fyrir veitta aðstoð. „Það er gert víða um heim. Sá sem þarf á ein­hverri nauðsyn­legri þjón­ustu að halda verður auðvitað að greiða fyr­ir hana sann­gjarnt end­ur­gjald,“ segir hann.

„Eitt af meg­in­verk­efn­um björg­un­ar­sveita lands­ins er að veita ferðafólki aðstoð sem hef­ur álp­ast van­búið út í óviss­una. Það er með öllu óþolandi að jafn­vel tug­ir manna verði bundn­ir kannski dög­um sam­an við að sækja van­búið ferðafólk og bíl á há­lendið vegna þess að viðkom­andi hafði ekki kynnst sér aðstæður og þá sér­stak­lega veður­horf­ur nægj­an­lega vel.“

Guðjón bendir á að í Sviss þurfi fólk að greiða fullt verð fyrir veitta aðstoð björgunarsveita, hann segir það hafa gefist vel þar í landi. „Á Íslandi ætti það að heyra sög­unni til að van­bún­ir ferðalang­ar sem álp­ast út í óviss­una fái veitta aðstoð án eðli­legs end­ur­gjalds. Vitn­eskja um að þurfa að greiða fyr­ir aðstoð hvet­ur alla til vandaðri und­ir­bún­ings ferðalaga,“ segir hann.

En burtséð frá því hvernig starfsemin á að vera fjármögnuð þá er Guðjón staðfastur á einu: „Flug­elda­sala björg­un­ar­sveit­anna ætti að heyra sög­unni til. Hún er barn síns tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi