fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Ómíkron smitast hratt á sjúkrahúsum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. janúar 2022 08:00

Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega sjötti hver Ómíkronsmitaði sjúklingur, sem lá á dönskum sjúkrahúsum frá 22. nóvember og fram til jóla, smitaðist af veirunni eftir innlögn.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá dönsku smitsjúkdómastofnuninni. Berlingske skýrir frá þessu. Fram kemur að tölurnar nái yfir 313 sjúklinga, sem voru smitaðir af Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar, og hafi 50 þeirra smitast eftir að þeir voru lagðir inn á sjúkrahús. Það þýðir að þeir greindust með veiruna þegar minnst 48 klukkustundir voru liðnar frá því að þeir voru lagðir inn.

Hvað varðar sjúklinga, sem voru smitaðir af öðrum afbrigðum veirunnar, þá smitaðist um þrettándi hver eftir að hafa lagst inn á sjúkrahús. Í heildina voru 1.434 smitaðir af öðru afbrigði en Ómíkron og höfðu 105 smitast á sjúkrahúsi.

„Við höfum aldrei fyrr séð neitt sem minnir á þetta. COVID-19 hefur sett algjörlega nýtt viðmið á þessu sviði. Þetta er mun meira smitandi veira en við höfum séð áður og gerir okkur erfiðara fyrir en aðrar sjúkrahússýkingar,“ sagði Hans Jørn Kolmos, prófessor í örverufræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi