fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Vatnsleki kom upp um fíkniefnaframleiðslu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. janúar 2022 05:27

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um vatnsleka úr íbúð í Breiðholti. Húsráðandi kom á vettvang og kom þá í ljós að verið var að rækta fíkniefni í íbúðinni. Lögreglan lagði hald á fíkniefni og búnað til ræktunar. Húsráðandinn var handtekinn og yfirheyrður en látinn laus að því loknu.

Á níunda tímanum höfðu lögreglumenn afskipti af manni í verslunarmiðstöð í Breiðholti. Hann er grunaður um þjófnað/hnupl. Hann reyndist vera eftirlýstur og var því handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Í Árbæ var tilkynnt um eld í girðingu, sem er umhverfis ruslatunnur, á ellefta tímanum. Slökkvilið slökkti eldinn en tjón varð á girðingunni og ruslatunnum.

Á tíunda tímanum var tilkynnt um eld í ruslatunnu við Grasagarðinn. Slökkvilið slökkti eldinn.

Einn ökumaður var kærður í gærkvöldi fyrir að aka á móti rauðu ljósi og annar var kærður fyrir notkun farsíma á meðan á akstri stóð.

Á níunda tímanum var maður handtekinn á hóteli í Miðborginni  en hann hafði verið á þvælingi um það en var ekki gestur þar. Við leit á honum fundust meint fíkniefni. Hann var látinn laus að skýrslutöku lokinni.

Á öðrum tímanum í nótt voru tvær konur handteknar á hóteli í Miðborginni en þær höfðu verið að slást. Þær eru grunaðar um líkamsárás, þjófnað og vörslu fíkniefna. Þær voru látnar lausar að loknum viðræðum á lögreglustöð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi