Í Heilsublaðið Fréttablaðsins fyrir áramótin deilir Agla María Albertsdóttir, landliðskona í knattspyrnu og sóknarkona með Breiðabliki, með lesendum ómótstæðilega ljúffengu Kínósalati sem er kærkomikið að njóta eftir hátíðarnar. Agla María hefur náð undraverðum árangri í knattspyrnunni og er góð fyrirmynd og öðrum til eftirbreytni. Agla María var meðal annars valin leikmaður ársins 2021 í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, hjá Morgunblaðinu, auk þess sem hún hefur staðið sig framúrskarandi vel í landsleikjunum með íslenska landsliðinu á árinu sem er að líða. Agla María hefur alla tíð haft mikinn áhuga á öllu sem við kemur hollum og heilbrigðum lífsstíl sem hefur svo sannarlega skilað henni góðum árangri út í lífið.
„Eftir allar kræsingarnar um jólin finnst mjög gott að fá mér hollan og góðan mat þegar hátíðunum lýkur. Mér finnst þá oft tilvalið að skella í einfalt en mjög gott kínóasalat. Mér finnst kínóasalatið vera bæði ferskt og gott og auðvelt að laga það að mismunandi þörfum. Þetta er réttur sem fjölskyldan hefur oft þegar okkur langar í eitthvað hollt og ferskt. Fáum okkur oft þegar við vitum ekki hvað skal hafa í matinn.“
Kínóasalat að hætti Öglu Maríu
2 dl kínóa og 3 ½ dl vatn
½-1 krukka fetaostur
2-3 msk. hampfræ
1-2 msk. furuhnetur
Ein sæt kartafla
1 msk. af olíu
Hvítlaukur, saxaður
½-1 mangó, skorið í bita
1 krukka kjúklingabaunir (má líka vera kjúklingur)
20 stk. kirsuberjatómatar
100 g spínat
30 stk. kóríanderfræ
Slatti af niðurskorinni basilíku
1-2 msk. góð ólífuolía
Eftir smekk
Rauðlaukur
Rauð paprika
Ruccolasalat
Sjóðið kínóa í um 10-15 mínútur.
Skerið sætu kartöfluna í ca. 1 cm bita og bakið í ofni í ca. 30 mínútur með 1 matskeið af olíu og söxuðum hvítlauk.
Blandið öllu saman og dreifið ólífuolíunni yfir salatið.