fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Sigríður Andersen gerir grín að stjórnvöldum og birtir línurit – „Willum vöxturinn“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. desember 2021 16:23

Sigríður Á. Andersen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, skýtur föstum skotum á stjórnvöld í Twitterfærslu í dag.

Sigríður hefur frá upphafi verið einn harðasti gagnrýnandi þeirrar aðferðafræði sem notast er við í baráttunni gegn COVID hér á landi.

Hún birtir á Twitter línurit yfir fjölda nýgreindra smita þar sem sést greinilega að línan er nánast beint upp á við. Með þessu skrifar hún; „Jæja. Stjórnvöldum tókst það. Að fletja kúrfuna. Við Y-ásinn.“

Sem kunnugt er hefur það lengi verið slagorð yfirvalda hér á landi að fletja kúrfuna en þar var átt við að fletja hana á allt annan hátt, við x-ásinn á slíku línuriti.

Nokkrir hafa endurbirt tístið hennar, þeirra á meðal Skafti Harðarsson sem er mikill frjálshyggjusinni líkt og Sigríður.

Hún deildi línuritinu síðan líka á Facebook þar sem ýmsir hafa skrifað athugasemdir á borð við „Loksins kom alvöru veldisvöxtur“ , „Þetta er flott með þessum árangri verður þetta gengið yfir eftir mánuð“ og „Willum vöxturinn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi