fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Meira ofbeldi, fleiri kynferðisbrot og fleiri nauðganir í ár en í fyrra – Karlmenn oftast gerendur í málunum

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 30. desember 2021 17:30

Mynd: Lögreglan/Júlíus Sigurjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan gaf í dag út skýrslu með tölfræði fyrir árið sem er að líða en um það bil 189 þúsund mál sem fela í sér brot og verkefni voru skráð hjá lögreglunni á árinu. Það jafngildir um 518 málum á sólarhring eða 22 málum á hverri klukkustund.

Um 43% þessara mála voru skráð á höfuðborgarsvæðinu. 15% voru á Vesturlandi, 11% á Suðurlandi og 10% á Suðurnesjum. „Mikill fjöldi á Vesturlandi má rekja til hraðakstursbrota á stafrænar hraðamyndavélar sem skrást í umdæminu,“ segir í skýrslunni en hraðakstursbrot eru yfir 62% af heildarfjölda þeirra 82 þúsund brota sem lögreglunni var tilkynnt um á árinu.

„Ef hraðakstursbrot eru frátalin bárust að meðaltali 85 tilkynningar um brot á dag á landsvísu árið 2021. Hegningarlagabrot voru 6% fleiri en síðustu þrjú ár á undan, en sérrefsilagabrot voru um 8% færri og umferðarlagabrot 9% færri.“

Tilkynningar um ofbeldisbrot í ár voru um 9% fleiri en síðustu þrjú ár. Um það bil 73% ofbeldisbrotanna sem tilkynnt var um á árinu áttu sér stað á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgaði hlutfallslega mest á Suðurlandi, þar var tilkynnt um 50% fleiri ofbeldisbrot en að meðaltali síðustu þrjú ár. Tæplega 75% af ofbeldisbrotunum eru flokkuð sem minniháttar líkamsárásir. Karlar voru í miklum meirihluta þegar kemur að gerendum í brotunum en um 73% gerendanna á árinu voru karlkyns. Þá var meðalaldurinn um 33 ára.

Fjöldi heimilisofbeldismála í ár er svipaður og í fyrra, 1090 tilvik voru tilkynnt en það jafngildir að meðaltali um 3 tilvikum á dag. Í skýrslunni kemur fram að fjöldi tilfella ofbeldis af hendi maka eða fyrrum maka síðustu tvö árin hefur aldrei verið meiri eða í kringum 750 bæði árin. Ofbeldi af hendi foreldris voru um 100 á árinu sem er að líða og ofbeldi af hendi barns í garð foreldris um 160 talsins.

Töluvert fleiri kynferðisbrot voru tilkynnt árið 2021 en árið 2020 en alls voru tilkynnt brot 662 talsins, það er um 24% meira en í fyrra. Að meðaltali voru tæplega tvö kynferðisbrot tilkynnt á dag en tvö af hverjum þremur þessara brota áttu sér stað á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynningar um nauðganir voru töluvert fleiri í ár en í fyrra, árið 2020 voru þær 161 en í ár voru þær 216 sem er svipaður fjöldi og árið 2019.

Lögreglan telur að mögulega megi rekja fjöldann árið 2020 til þess að þá var meira um samkomutakmarkanir en í ár. Þá nefnir lögreglan að barir og skemmtistaðir hafi í meira mæli verið með skertan opnunartíma og minna hafi veirð um almennt skemmtanahald í fyrra.

Líkt og í ofbeldisbrotunum eru karlar í miklum meirihluta þegar kemur að gerendum en 82% gerenda í kynferðisbrotamálum voru karlkyns. Meðalaldur gerenda í kynferðisbrotamálunum er nokkuð lægri en í ofbeldisbrotunum eða um 28 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar
Fréttir
Í gær

Beygja sig fyrir kröfum Trump og afhenda óklippt viðtal – Sagt ógna fjölmiðlafrelsi

Beygja sig fyrir kröfum Trump og afhenda óklippt viðtal – Sagt ógna fjölmiðlafrelsi
Fréttir
Í gær

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allsherjar uppnám á nefndarfundi í borginni – Ásakanir um geðþóttavald og lögbrot

Allsherjar uppnám á nefndarfundi í borginni – Ásakanir um geðþóttavald og lögbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ógnaði ökumanni með hnífi við Dalshraun

Ógnaði ökumanni með hnífi við Dalshraun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum