fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Jólastressið skilaði henni rúmlega 41 milljón – „Þrír synir, þrjár raðir og þrefaldur pottur“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. desember 2021 15:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var stálheppin kona á sjötugsaldri sem hafði heppnina með sér á jóladag þegar hún vann hæsta þrefalda pott lottó hingað til eða rúmlega 41,1 milljón.

Samkvæmt tilkynningu frá Getspá býr konan á höfuðborgarsvæðinu og lét athuga miðann sinn á sölustað í gær og var þá vísað niður í höfuðstöðvar Íslenskrar getspár þar sem góðu fréttirnar biðu hennar. Tilkynningin ber fyrirsögnina „Þrír synir, þrjár raðir og þrefaldur pottur“ og er hún útskýrð með eftirfarandi hætti:

„Segja má að vinningurinn hafi verið heppileg aukaverkun af jólastressinu því eins og sú heppna lýsir því var hún skyndilega stödd fyrir framan N1 við Bíldshöfða án þess að muna hvaða erindi hún átti þangað. Hún ákvað því að skella sér bara inn og kaupa lottómiða. Hún brá ekki af vananum og keypti þrjár raðir í sjálfvali þar sem hún á þrjá syni.“

Vinningshafinn segir vinninginn kærkominn og ætlar að greiða eftirstöðvar af húsnæðisláni sínu.

„En mest hlakkar hún til að fagna með sonum sínum enda séu þeir allir hjá henni núna um hátíðirnar þótt þeir séu uppkomnir og búsettir erlendis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi