fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Ögmundur sakar Jóhönnu og Steingrím um svik í Icesavemálinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. desember 2021 08:00

Ögmundur Jónasson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson, fyrrum alþingismaður og ráðherra, segir í nýrri bók sinni, Rauða þræðinum, að bæði Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir, leiðtogar vinstristjórnarinnar frá 2009 til 2013, hafi svikið hann í Icesavemálinu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að á fundi sem Jóhanna og Steingrímur héldu með Ögmundi fyrir einn ríkisstjórnarfund vorið 2009 hafi þau lagt „gríðarlega áherslu“ á að hann myndi ekki bóka neitt um andstöðu sína við fyrst Icesavesamninginn. „Þarna var reynt að tala mig til,“ segir Ögmundur í bók sinni og bætir við að ekki hafi verið sannfærandi að heyra Jóhönnu staðhæfa að samningurinn væri góður: „Því mætti ég treysta!“

Ögmundur andmælti samningnum þó áfram og sagðist ekki geta samþykkt hann. Í bókinni segir hann síðan: „Þarna varð ég fyrst var við mynstur sem síðan varð viðvarandi þegar verið var að reyna að þröngva mér til fylgispektar í málum sem ég var ósáttur við. Jóhanna talaði, Steingrímur þagði og dæsti.“

Hann segir einnig í bókinni að nokkru síðar hafi Steingrímur sagt á hitafundum hjá þingflokki VG að Ögmundur hafi ekki á fundum með oddvitum ríkisstjórnarflokkanan eða í ríkisstjórn lýst yfir andstöðu við inntak samningsins „hvorki með bókunum í ríkisstjórn né öðrum hætti“.

Segir Ögmundur að erfitt sé að túlka þetta öðruvísi en að Steingrímur hafi talað gegn betri vitund því hann hafi varla gleymt fundum þeirra þriggja eða andmælum hans í ríkisstjórn þessa örlagaríku daga þegar skrifað var undir fyrsta Icesavesamninginn „nánast óséðan og óræddan í ríkisstjórn og þingflokki, enda „einkaréttarlegt plagg“ sem trúnaður þyrfti að ríkja um“.

Fréttablaðið segir að ráða megi af skrifum Ögmundar að hann hafi verið blekktur til að bóka ekki neitt um andstöðu sína í ríkisstjórn því „án bókana hafa menn að sönnu frírra spil til að skrifa söguna á þann veg sem þeim þykir best henta“.

Þarna er komin ástæða þess að Ögmundur sagði af sér ráðherradómi í september þetta sama ár. Hann segist ekki hafa viljað lúta skilyrðislausri stjórn Jóhönnu og Steingríms.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?