fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Andstæðingur bólusetninga stærði sig af að vera „drepsóttar dreifari“ – Nú hefur COVID-19 lagt hann að velli

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. desember 2021 06:01

Maruizio Buratti. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í rúmlega 10 ára var Maruizio Buratti nánast fastur viðmælandi þáttastjórnanda á ítölsku Zanzaraútvarpsstöðinni. Hann var einarður andstæðingur bólusetninga og stærði sig af að hafa farið grímulaus í stórmarkaði þegar hann var með 38 stiga hita.

Buratti átti sér marga aðdáendur og má segja að ákveðinn „söfnuður“ hafi myndast í kringum hann í tengslum við reglulegar innhringingar hans í vinsælan útvarpsþátt. Hann var þekktur undir nafninu Mauro frá Mantua.

Í útvarpsþáttunum stærði hann sig af að vera „drepsóttar dreifari“ eftir að hafa vísvitandi farið grímulaus í stórmarkað þegar hann var veikur með 38 stiga hita. Þetta gerði hann aðeins nokkrum dögum áður en hann var lagður inn á sjúkrahús vegna COVID-19.

Hann sagðist vera að „verja stjórnarskránna“ með því að hunsa leiðbeiningar og fyrirmæli um sóttvarnir. Hann neitaði einnig að fara í sýnatöku því hann taldi að sýnatökupinnarnir bæru kórónuveiruna með sér.

Buratti var lagður inn á sjúkrahús þungt haldinn af COVID-19. Hann lá á gjörgæsludeild í 22 daga áður en hann lést á mánudaginn.

Auk þess að vera andstæðingur bólusetninga var hann iðinn við að dreifa samsæriskenningum um gyðinga og neitaði ítrekað að viðurkenna að COVID-19 væri til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin