fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Fréttir

Einkennalaus í einangrun töpuðu fyrir Þórólfi – Flest laus úr einangrun núna og geta ekki áfrýjað

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 29. desember 2021 10:06

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun fimm einstaklinga með kórónuveiruna. Um er að ræða fimm einstaklinga í sömu fjölskyldu sem öll eru einkennalaus og ákváðu að láta reyna á réttmæti þess að þau væru skikkuð í tíu daga einangrun.

Arnar Þór Jónsson, lögmaður, gætti hagsmuna fólksins og var málið tekið fyrir í héraði á mánudag. Arnar sagði í samtali við Vísi að einangrun flestra í málinu hafi lokið á miðnætti og geti þeir því ekki áfrýjað málinu til Landsréttar þar sem þau hafi ekki lengur lögvarða hagsmuni. Er nú til skoðunar að áfrýja í máli þeirra sem enn eru í einangrun.

Arnar segir að dómari í málinu hafi þó gert athugasemd við upplýsingagjöf stjórnvalda til borgaranna, en sá misbrestur hafi ekki dugað til að ógilda einangrunina.

Ekki er um fyrsta málið að ræða þar sem reynir á lögmæti einangrunar sökum kórónuveirusmits en Arnar telur að önnur sjónarmið séu uppi núna með tilkomu Ómíkron afbrigðis en allt bendi til að það valdi vægari veikindum. Eins hafi vísindaleg gögn bent til þess að PCR-próf séu ekki áreiðanleg og að einkennalausir smiti ekki.

Samkvæmt gildandi reglum á Íslandi er einangrun 10 dagar, en hana er þó hægt að stytta að ráðum lækna á göngudeild COVID. Víða í heiminum hefur einangrun einkennalausra eða þeirra með lítil einkenni verið stytt niður í allt að 5 daga.

Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, býst við tillögum frá sóttvarnalækni í dag um mögulega styttingu einangrunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kristján lést í hörmulegu slysi á Þingvallavegi – Safnað fyrir eiginkonu hans og syni

Kristján lést í hörmulegu slysi á Þingvallavegi – Safnað fyrir eiginkonu hans og syni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Einar sendi Jóni Gnarr pillu: „Þú ert á þingi?“

Einar sendi Jóni Gnarr pillu: „Þú ert á þingi?“
Fréttir
Í gær

Koma af fjöllum í máli Alfreðs: „Við erum al­veg blind gagn­vart geðsviði LSH“

Koma af fjöllum í máli Alfreðs: „Við erum al­veg blind gagn­vart geðsviði LSH“
Fréttir
Í gær

Ívar Orri kemur til dyranna eins og hann er klæddur – „Ef þú ert ekki sterkur þá ertu aumur“

Ívar Orri kemur til dyranna eins og hann er klæddur – „Ef þú ert ekki sterkur þá ertu aumur“
Fréttir
Í gær

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi
Fréttir
Í gær

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“
Fréttir
Í gær

Inga María ekkja Egils Þórs varð hugsi yfir orðum sem féllu um hann í jarðarför hans

Inga María ekkja Egils Þórs varð hugsi yfir orðum sem féllu um hann í jarðarför hans
Fréttir
Í gær

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“