fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Himinháar smittölur en sérfræðingar koma með jákvæða spá – „Síðasti erfiði veturinn“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. desember 2021 07:51

Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir spyrja sig eflaust þessa dagana hvort heimsfaraldri kórónuveirunnar ætli aldrei að ljúka. Smittölur hafa verið í hæstu hæðum síðustu daga hér á landi og víða erlendis og nær daglega falla met yfir fjölda smita. Ómíkronafbrigði veirunnar fer mikinn og virðist óstöðvandi. En sérfræðingar eru ekki svo svartsýnir og sjá ljós í myrkrinu.

Þetta kemur fram í umfjöllun danskra fjölmiðla um faraldurinn en síðustu daga hafa dagleg smit ekki farið undir 10.000 í landinu og náð alveg upp í rúmlega 16.000. Skömmu fyrir jól sagði Tyra Grove Krause, hjá dönsku smitsjúkdómastofnuninni, í samtali við TV2 að janúar verði slæmur mánuður hvað varðar faraldurinn, sá versti frá upphafi.

En þrátt fyrir þessa spá um erfiða byrjun ársins hvað varðar heimsfaraldurinn þá gæti árið 2022 verið árið sem faraldurinn verður að lokum sigraður. Sérfræðingar sjá nú leið út úr faraldrinum.

„Það er von um að faraldrinum geti lokið fljótlega. Ég hallast að því að hann verði meira eins og inflúensa, árstíðabundin. Við munum nær öll smitast af Ómíkronafbrigðinu og þannig náum við grunnónæmi. En það koma önnur afbrigði sem verða enn meira smitandi en Ómíkron. Ég á þó erfitt með að sjá það fyrir mér því Ómíkron er næstum því jafn smitandi og mislingar sem eru mest smitandi sjúkdómurinn sem við þekkjum,“ sagði Nils Strandberg, fyrrum forstjóri dönsku smitsjúkdómastofnunarinnar í samtali við B.T.

Jan Pravsgaard Christensen, prófessor í ónæmisfræði við Kaupmannahafnarháskóla, tók í sama streng: „Ég hef sagt það margoft að faraldurinn geti verið að hverfa. Hvort það verði næsta vetur eða veturinn eftir get ég ekki sagt til um. En þegar við erum með afbrigði eins og Ómíkron, sem er mjög smitandi, sem margt bendir til að fólk verði ekki svo veikt af þá getur veiran hafa stökkbreyst og lent úti í horni þannig að hún verður árstíðabundin eins og inflúensa.“

Søren Riss Paludan, prófessor í veirufræði og ónæmisfræði við Árósaháskóla, tók einnig í sama streng í samtali við Politiken og sagði að kórónuveiran sé komin til að vera en verði árstíðabundin eins og hefðbundin inflúensa. Hann sagði að veiran muni ekki hverfa af yfirborði jarðar, það verðum við að sætta okkur við. Hún muni þróast yfir í að verða sjúkdómur eins og klassísk inflúensa. Það gæti gerst næsta vetur eða eftir nokkra vetur en líklega sé veturinn núna síðasti erfiði veturinn sem við förum í gegnum. Á þessum tíma á næsta ári verði engar sóttvarnaaðgerðir í gildi. Hann benti einnig á að eftir ár verði bóluefnin orðin betri og það sama eigi við um meðferð við COVID-19. Auk þess sé erfitt að ímynda sér að veiran geti stökkbreyst í afbrigði sem sé meira smitandi en Ómíkron.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin