fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Tækni Dohop hlýtur virt verðlaun

Eyjan
Þriðjudaginn 28. desember 2021 14:28

Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska tæknifyrirtækið Dohop hefur hlotið verðlaun World Travel Tech Awards í flokki bókunarvéla. Verðlaunin eru afhent í fyrsta sinn í ár, en þau eru hluti af hinum virtu World Travel Awards. Dohop var stofnað árið 2004 og hefur frá upphafi haft höfuðstöðvar í Reykjavík. Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop, segir: „Þrátt fyrir allt höfum við átt frábært ár og að vinna fyrstu World Travel Tech Awards fyrir okkar tækni kórónar þann ágæta árangur. Þetta er mjög mikil viðurkenning fyrir okkur og það alþjóðlega starf sem við vinnum fyrir notendur okkar. Við viljum fyrst og fremst þakka öllum þeim sem kusu okkur fyrir að standa þétt við bakið á okkur. Auk þess væri þetta ekki hægt án þess frábæra hóps sem vinnur hjá Dohop.“

Síðastliðin ár hefur stefna Dohop breyst mikið, úr því að aðstoða notendur beint við að finna hagstæð flug yfir í að þjónusta stærstu flugfélög heims og byggja upp innviði þeirra. Í dag knýr tækni Dohop meðal annars stór verkefni á vegum easyJet, Air Transat og Air France ásamt því að tengja saman stór net flugs og lestarsamgangna í Evrópu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris