Íslandsmet í Covidsmitum var slegið í gær þegar 893 sýni reyndust jákvæð. Af þeim voru 836 innanlands og 57 á landamærunum.
Samtals eru nú 7.060 manns í sóttkví, um 500 í skimunarsóttkví og nærri fimm þúsund manns í einangrun. Samanlagt eru því um 13.500 manns frelsisskertir vegna faraldursins hér á landi í dag.
Þrátt fyrir gríðarlega fjölgun smitaðra á Íslandi eru þó aðeins 21 inniliggjandi á Landspítalanum með eða vegna Covid en þeim hefur fjölgað lítillega síðustu daga.