fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Allir höfðu fengið örvunarskammt – Samt smitaðist 21 af 33 af Ómíkronafbrigðinu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. desember 2021 09:00

Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir 33 höfðu fengið örvunarskammt af bóluefni gegn kórónuveirunni. Samt sem áður smitaðist 21 af Ómíkronafbrigði veirunnar á samkomu nokkurra heilbrigðisstarfsmanna í Færeyjum. Enginn veiktist þó alvarlega.

Þetta kemur fram í Medrxiv sem er vísindarit sem birtir rannsóknir sem ekki hafa verið ritrýndar.

Höfundar rannsóknarinnar segja að þessi atburður geti sáð efasemdum um hvort bóluefni veiti vernd gegn Ómíkronafbrigðinu. Þeir segja að það veki áhyggjur að Ómíkronafbrigðið komist framhjá ónæmisviðbrögðum vegna óvenjulega mikils fjölda stökkbreytinga á broddprótíni þess.

Ekstra Bladet hefur eftir Allan Randrup Thomsen, veirufræðingi og prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, að það verði að líta til þess að enginn hinna smituðu veiktist alvarlega. „Ég vil slá því föstu í upphafi að núna eru áhrif bóluefna gegn Ómíkron aðallega að veita vernd gegn alvarlegum veikindum, enginn hinna smituðu þurfti að leggjast inn á sjúkrahús,“ sagði hann.

Hann sagði einnig að forðast eigi að draga of miklar ályktanir af þessu máli frá Færeyjum. „Hvað varðar smit þá virknin minni, líklega um 50%. Í því ljósi er 21/33 aðeins verra en varla svo mikið að tilviljun ein geti ekki valdið því. Sagan sýnir okkur að við verðum enn að passa okkur sjálf og eldra fólk og viðkvæmt, meira að segja eftir örvunarskammtinn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu